Námið hjálpaði ekki aðeins í starfi heldur einnig í persónulegu lífi – Bent Kingo um myndina Mara og námið í KVÍ

Vorið 2014 útskrifaðist  Bent Kingo Andersen úr og hefur hann komið að ýmsum verkum í faginu síðast, þó mest verið að leika.

Ég hef verið að leika mikið í erlendum tónlistarmyndböndum og auglýsingum, en ég hef einnig verið í mörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Ég hef mest verið að vinna sem leikari, en síðasta árið hef ég einnig verið að vinna mikið sem framleiðandi og Location manager. Einnig hef ég unnið í nánast öllum stöðum sem eru á kvikmyndasetti.

Bent er framleiðandi hrollvekjunnar sem von er á á nýju ári. Tökur hafa staðið yfir síðastliðið ár en nú óskar hópurinn að baki verkefninu eftir stuðningi við eftirvinnslu myndarinnar á Korolína Fund.

 

Ef það væri ekki fyrir þetta nám þá væri ég ekki að vinna við það sem ég elska í dag. Þetta hefur ekki einungis hjálpað mér í starfi, heldur einnig í mínu persónulega lífi þar sem ég glímdi við mikinn kvíða og félagsfælni áður en ég hóf nám við leiklist. Leiklistarnámið tók mig alveg út fyrir þægindar rammann minn sem gerði mér kleift að vinna í þessum málum og brjótast út úr skelinni.

 

segir Bent um nám sitt í leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands og bætir við að í dag sé vandamálið horfið og hann geti í raun gert allt sem hann langar til.

Hrollvekjan Mara fjallar í stuttu máli um par sem flytur frá Bandaríkjunum til Íslands til að opna gistiheimili í íslenskri sveit.

Þau kaupa gamalt hús og komast fljótt að því að það er ekki allt með felldu þegar þau finna djúpa holu í kjallaranum, en þar undir býr forn vættur sem aðeins hefur heyrst um í þjóðsögum. Stuttu eftir það fara stórfurðulegir hlutir að gerast.Mara er í grunninn þroskasaga sem fjallar um par sem eignast sitt fyrsta barn og ábyrgðina sem því fylgir. Þroskasaga sem inniheldur konu sem verpir eggi, fornan vætt sem býr undir kjallaragólfinu og saklausan faðir sem umbreytist í vitfyrrt illmenni.

Bent er eins og áður segir einn af lykilframleiðendum myndarinnar en hann lætur ekki þar við sítja.

Ég er einnig Location manager, body/hand double, stuntmaður og grippari og svo sé ég um kynningarmálin einnig.

Eins og allir þeir sem læra í KVÍ öðlaðist Bent þekkingu í skólanum sem gefur honum tækifæri til að starfa við fleira í kvikmyndagerð en leikinn sem var hans aðalfag.

Þegar þessu verkefni er lokið mun ég halda áfram að sjá um production service fyrir erlend verkefni ásamt því að taka að mér tilfallandi leiklistarverkefni, en svo er ég líka að fara að framleiða aðra bíómynd á næsta ári.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

522152_521846491211212_1453853986_n

12194750_10205324584935908_8049445594128496108_o