Nemendur allra deilda endurgerðu atriði úr kvikmyndum þessa vikuna
Fyrsta önn Leikstjórnar/Framleiðslu sat kúrs í tónlistarmyndbanda gerð undir leiðsögn Erlends Sveinssonar (Kanarí), hafa lokið tökum og munu ljúka við myndböndin sín um miðja næstu viku. Þriðja önn sat námskeið í endurgerð senu með öðrum nemendum þriðju annar, þar sem þau munu læra “storyboard” og endurgera senu úr kvikmynd. Leiðbeinendur voru Ágústa Margrét Jóhannsdóttir (UseLess), “storyboard” meistarinn Sigurður Valur og leikstjórinn Viðar Víkingsson (Draugasaga).
Nemendur á fyrstu önn Skapandi Tækni sátu sinn fyrsta kúrs í kvikmyndatöku undir leiðsögn Stefáns Loftssonar (Brotið) og Tómasar Arnar Tómassonar (Arctic, Latibær). Nemendur á annarri önn hófu kúrs í hljóðvinnslu með Kjartani Kjartanssyni (Sódóma Reykjavík). Þriðja önn sat námskeið í endurgerð senu með öðrum nemendum þriðju annar í skólanum.
Fyrsta önn Handrits/ Leikstjórnar luku kúrs í grunnreglum handritsgerðar undir leiðsögn fagstjórans Ottó Geirs Borg (Ég man þig, Astrópía) sem hóf svo með þeim kúrs í handritaskrifum fyrir sjónvarp. Þriðja önn sat námskeið í endurgerð senu með öðrum nemendum þriðju annar. Nemendur á fjórðu önn sátu námskeið í framleiðslu þar sem þau meðal annars undirbúa lokamyndina sína undir leiðsögn Hlínar Jóhannesdóttur (Svanurinn, Bokeh) og héldu svo áfram að undirbúa myndina í námskeiði í leikstjórn með Gunnari B. Guðmundssyni (Astrópía, Gauragangur).
Nemendur á fyrstu önn Leiklistar luku námskeiði í raddbeitingu með Þóreyju Sigþórsdóttur (Agnes, Kaldaljós) með glæsilegri kynningu, sátu kúrs í leiktækni með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL) og hófu námskeið í raddbeitingu og söng með Þórunni Ernu Clausen (Lói). Nemendur á annari önn hófu kúrs í leiktækni og túlkun með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL) ásamt framhaldskúrs í raddbeitingu undir leiðsögn Þóreyjar Sigþórsdóttur (Agnes, Kaldaljós). Nemendur á annari önn luku við stuttmyndir sem sýna þeirra persónulega stíl með frumsýningu. Leiðbeinendur þeirra voru Ágústa Margrét Jóhannsdóttir (UseLess) og Linda Stefánsdóttir (The Fifth Estate). Nemendur á þriðju önn Leiklistar luku námskeið í leiklistarsögu með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL) og hófu svo námskeið í endurgerð senu með öðrum nemendum þriðju annar.
Kínema, nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands, bauð upp á Handrita vinnustofu og Karaoke kvöld á þriðjudeginum og Spilakvöld á fimmtudeginum.
Vikunni lauk að vanda í kvikmyndasögu í Bíó Paradís.