Nemendur Kvikmyndaskólans unnu að upptökum fyrir Airwaves
Þó nemendur Kvikmyndaskóla Íslands stundi enn nám sitt við skólann fá þeir oft tækifæri til að koma að spennandi verkefnum utan hans. Music Reach myndbönd höfðu samband við einn af kennurum Kvikmyndaskólans fyrir nokkru í leit að fólki til að taka upp Airwaves 2015 og varð það kveikjan að skemmtilegu samstarfi.
Ég kom þeim í samband við hóp af nemendum skólans og þau stukku á tækifærið. Þetta voru þau Stefán Mekkinósson, Vigdís Eva Steinþórdóttir, Arnar Freyr Tómasson, Valgerður Árnadóttir (Öll á 1. önn deild 2) og Bjarni Friðsteinsson á 3.önn deild 2.
segir Stefán Loftsson kennari við Kvikmyndaskóla Íslands og bætir við að RÚV hafi sent upptökur nemendanna beint.
Þetta var einnig sent beint á netinu í gegnum Oz appið og þar gat fólk út í heimi horft á tónleikana. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og ég veit að þau eiga eftir að fá fleiri svona verkefni í framtíðinni eftir þessa glæsilegu frammistöðu.
Upptökur nemendanna finnið þið hér.