Nóg að gera síðastliðna viku !
Fyrsta önninn fer vel af stað, eftir að hafa setið grunnkúrs í kvikmyndagerð hófu nemendur tökur á fyrsta verkefninu sínu í skólanum, þar sem hver nemandi gerir einnar mínútu mynd.
Þriðja önn í Leikstjórn/Framleiðslu sat tíma í framleiðslu með Hlín Jóhannesdóttur (Svanurinn, Bokeh) ásamt því að ljúka áfanga í tilraunakenndri kvikmyndagerð með frumsýningu á tilraunamyndum undir leiðsögn Lee Lorenzo Lynch.
Nemendur í Skapandi Tækni á annarri önn hafa setið kúrs í kvikmyndatöku með Tómasi Erni Tómassyni (Arctic, Latibær) og luku vikunni í að taka stutta mynd sem þau fara með í námskeið í klippingu vikuna á eftir. Nemendur á þriðju önn Skapandi Tækni luku námskeiði í handritsgerð með Hrafnkeli Stefánssyni (Kurteist Fólk, Borgríki) ásamt því að læra hljóðsetningu með Kjartani Kjartanssyni (Svartur á Leik, Sódóma Reykjavík)
Nemendur á þriðju önn Handrit/Leikstjórn sátu námskeið þar sem þau unnu með leikurum í að skrifa leikrit með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á Leik, XL) og nemendur á 4.önn sátu við skriftir á handritum í fullri lengd með Hrafnkeli Stefánssyni (Kurteist Fólk, Borgríki)ásamt því að vinna að handriti að útskriftarverkefni sínu með handritshöfundnum Huldari Breiðfjörð ( Undir Trénu, París Norðursins)
Nemendur í Leiklist á annarri önn luku námskeiði með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á Leik, XL) þar sem þau unnu með nemendum handritadeildar í að semja leikrit sem þau munu setja á svið í lok annar, sátu námskeið í söng með Þórunni Ernu Clausen (Réttur, Lói) og hófu námskeið í spuna og gríni með Mána Arnarssyni (Improv Iceland)Nemendur á þriðju önn luku námskeiði í vinnu leikara með leikstjóra undir leiðsögn Þorsteins Gunnars Bjarnarsonar (Jóhannes, casting: Hrútar) og hófu námskeið í leiktækni og túlkun með Þorsteini Bachmann (Lof mér að falla, Ófærð)Nemendur 2&3 annar luku svo einnig námskeiði í leik og hreyfingu þar sem þau lærðu sirkus listir undir leiðsöng Nick Candy og Kára Svan (Sirkus Íslands)
Svo lauk vikunni í Bíó Paradís að venju þar sem allur skólinn fór saman í Kvikmyndasögu.
Óhætt er að segja að nóg sé að gera í náminu og komandi önn lítur spennendi út