Nú vil ég verða klippari – Segir Haukur Heiðar eftir námið í Kvikmyndaskóla Íslands

Í kvöld verða sýndar í Bíó Paradís útskriftarmyndir nema í Kvikmyndaskóla Íslands sem ljúka námi nú í desember.

Haukur Heiðar Steingrímsson er einn þeirra og frumsýnir mynd sína DeNiro.

Myndin er um samræður milli para, Krístínar og Þorra. Þau eru að tala saman um kvikmyndir og þau eru ekki sammála í samtali sínu.

Haukur Heiðar segir að hugmyndina hafi hann fengið í upphafi annar þegar hann hafi verið að ræða við vini sína um kvikmyndir og þá vildi ég gera mynd um kvikmyndir.

Eina sem ég get sagt við það fólk sem vill að gera sína eigin mynd er að því er best að plana allt og undirbúa framleiðsluna vel fyrir tökur. Það munar svo miklu, sérstaklega ef þú vilt að gera flottan mynd en leiðbeinendurnir hjálpuðu mér gríðarlega við að yfirfæra hugmyndina  í mynd.

Áður en Haukur Heiðar kom í skólann reyndi hann fyrir sér við gerð mynda.

Við förum í mismunandi svið í deildinni Skapandi tækni í Kvikmyndaskólanum. Grundvallaratriði fyrir kvikmyndamyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu og litaleiðréttingu og skapar alveg töluvert fyrir myndina. Eftir námið finn ég vel hvað ég vil gera í framtíðinni. Núna í dag, vil ég að vera klippari og ég stefni að því.

DeNiroHaukurHeidar