Ný námskeið hefjast og nemendur gera sér glaðan árshátíðar dag

Leikstjórn og Framleiðsla

Nemendur á fyrstu önn Leikstjórnar og Framleiðslu luku kúrs með fagstjóra Leikstjórnar, Hilmari Oddsyni (Tár úr Steini) í myndrænni frásögn þar sem þau leikstýrðu æfingarverkefni og hófu svo námskeið í auglýsingum með Baldvin Albertssyni og handritsgerð með Kolbrúnu Björnsdóttur. Nemendur á 2.önn luku námskeiði í handritsgerð með Hrafnkeli Stefánssyni og hófu námskeið með öðrum nemendum á annarri önn, þar sem þau munu hvert og eitt skjóta, klippa og frumsýna stutta mynd sem lýsir þeirra persónulega stíl. Leiðbeinendur með þeim eru ogNemendur á 4.önn tóku handritsnámskeið í leiðsögn Huldars Breiðfjörðs (Pabbahelgar, Undir Trénu) og unnu að undirbúningi útskriftarmyndar sinnar.

Skapandi Tækni

Nemendur á 1.önn sátu námskeið í hljóðvinnslu með fagstjóra hljóðs Kjartan Kjartanssyni (101 Reykjavík). Nemendur á 2.önn luku klippinámskeiði með fagstjóra klippingar, Davíð Alexander Corno (Kona fer í stríð) og hófu námskeið með öðrum nemendum á annarri önn, þar sem þau munu hvert og eitt skjóta, klippa og frumsýna stutta mynd sem lýsir þeirra persónulega stíl. Leiðbeinendur með þeim eru Ágústa Margrét Jóhannesdóttir (UseLess) Linda Stefánsdóttir (The Fifth Estate), Nemendur á 4.önn handritsnámskeið í leiðsögn Huldars Breiðfjörðs (Pabbahelgar, Undir Trénu) og unnu að undirbúningi útskriftarmyndar sinnar. Nemendur á 3.önn luku tökum á heimildarmynd undir leiðsögn Björns Ófeigsson (Latibær) og hófu námskeið í klippi með Davíð Alexander Corno (Kona fer í stríð).  Nemendur á 4.önn sátu kúrs í framleiðslu með Arnar Benjamín (A Reykjavik Porno) og kvikmyndatöku með Bjarna Felix Bjarnarssyni (Borgríki) þar sem þeir undirbjuggu tökur fyrir útskriftarmyndina sína. 

Handrit og Leikstjórn

Nemendur á 2.önn luku  við endurskriftir að pilot sjónvarpsþætti  undir leiðsögn Daggar Mósesdóttur (Me & Bobby Fischer) og hófu námskeið með öðrum nemendum á annarri önn, þar sem þau munu hvert og eitt skjóta, klippa og frumsýna stutta mynd sem lýsir þeirra persónulega stíl. Leiðbeinendur með þeim eru Ágústa Margrét Jóhannesdóttir (UseLess) Linda Stefánsdóttir (The Fifth Estate). Nemendur á 4.önn tóku handritsnámskeið undir leiðsögn Huldars Breiðfjörðs (Pabbahelgar, Undir Trénu) ásamt því að vinna að endurskriftum að handriti í fullri lengd, undir leiðsögn Hrafnkels Stefánssonar (Borgríki) sem þeir hafa veirð að vinna síðan á fyrstu önn.

Leiklist

Nemendur á 1.önn sátu námskeið í Leiktækni með Rúnar Guðbrandssyni (Svartur á Leik), námskeið í Raddtækni með Þórey Sigþórsdóttur (Agnes) og Leik og Hreyfingu með Guðmundi Elíasi Knudsen. Nemendur á 2.önn luku kúrs í Leiktækni með Rúnar Guðbrandssyni (Svartur á Leik) og hófu námskeið með öðrum nemendum á annarri önn, þar sem þau munu hvert og eitt skjóta, klippa og frumsýna stutta mynd sem lýsir þeirra persónulega stíl. Leiðbeinendur með þeim eru Ágústa Margrét Jóhannesdóttir (UseLess) Linda Stefánsdóttir (The Fifth Estate) Nemendur 3.annar sátu kúrs í Leiktækni undir leiðsögn Hannes Óla Ágústssonar (Málmhaus) og leiklistarsögu með Rúnari Guðbrandssyni. Nemendur á 4.önn sátu námskeið í gerð dansmyndbands undir leiðsögn Kolbrún Önnu Björnsdóttur(Svartir Englar) og Rut Hermansdóttur,  námskeið í gerð showreel og æfingar fyrir áheyrnarprufur og námskeið með Árna Beinteinssyni í Talsetningu. Allar deildir enduðu svo vikuna í Kvikmyndasögu í Bíó Paradís.

Kínema

Meðal þess sem haldið var upp á þessa vikuna; Bolludagur og Mottumars þar á meðal, var haldin hátíðleg Árshátíð Kínema, nemendafélags Kvikmyndaskólans, og hér má njóta mynda frá viðburðinum