Nýráðningar hjá Kvikmyndaskólanum
Ráðið hefur verið í tvær nýjar stöður hjá Kvikmyndaskólanum. Hlín Jóhannesdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri þar sem meginhlutverkið verður starfsmanna- og fjármálastjórn. Þá hefur Anna Þórhallsdóttir verið ráðin til að stýra formennsku í gæðaráði skólans.
Hlín Jóhannesdóttir hefur verið viðloðandi skólann um árabil, bæði sem leiðbeinandi og fagstjóri. Hún er jafnframt formaður Íslensku kvikmyndaakademíunnar. Hlín er jafnframt mikilvirkur bíómyndaframleiðandi og nýjasta bíómyndin sem væntanleg er frá henni er "Skjálfti" í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur.
Anna Þórhallsdóttir er viðskiptafræðingur með meistargráðu í Stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem ráðgjafi um árabil og hefur víðtæka reynslu í þróun og bestun verkferla fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Framundan er margvísleg undirbúningsvinna vegna væntanlegrar háskólayfirfærslu, en úttekt á skólanum hefst í júní. Það er mikil fengur fyrir Kvikmyndaskólann að fá þær Hlín og Önnu með í stjórnunarteymi skólans.