Nýtt skólaár er hafið
Skólasetning hjá Kvikmyndaskólanum var í gær, þar sem boðnir voru velkomnir nemendur okkar.
Setningunni var skipt í tvenna hluta, eldri og nýjir nemendur, og alls hefja 44 nýjir nemendur nám hjá okkur þetta haustið og við að sjálfsögðu erum spennt að fylgjast með framgöngu þeirra.
Vegna núverandi ástands í heiminum, var að sjálfsögðu mikil áhersla lögð á að fylgja sóttvarnar reglum og tóku nemendur okkar vel í það.
Skólastarf er þegar hafið í nýju húsnæði okkar og er óhætt að segja að bæði starfsfólk og nemendur eru himinlifandi yfir breyttum og bættum aðstæðum sem munu nýtast einkar vel.