Og næsta mynd er ….
Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á næstunni sýna 25 valin verk útskrifaðra nemenda síðustu ára. Nú sýnum við stuttmyndina “Bergmál” frá vorönn 2015.
Stuttmyndin Bergmál, var útskriftarverkefni Atla Þórs Einarssonar sem útskrifaðist úr Leikstjórn- og Framleiðsludeild KVÍ vorið 2015.
Í samtali við Atla Þór segir: „Listinn er ansi langur þegar kemur að lærdómsríkum hlutum úr Kvikmyndaskólanum. Hvort sem það snertir skipulag, sköpunarferlið, tækjabúnað eða einfaldlega mannleg samskipti, þá útskrifaðist maður uppfullur af reynslu.
Í dag er ég í fullu starfi hjá framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan við allt milli himins og jarðar tengt kvikmyndagerð. Ég kynntist fyrirtækinu í gegnum starfsnám KVÍ og er ég óendanlega þakklátur fyrir það.“ segir Atli Þór.