Ólafur Þór Gunnarsson - Handrit og Leikstjórn

Ólafur Þór mun útskrifast frá Handritum og Leikstjórn með mynd sína "Sama hvað, ég elska þig"

Sama hvað, ég elska þig

Söngleikjamynd um unga konu sem drepur óvart eiginmanninn sinn rétt eftir að hafa tekið ákvörðunina að fara frá honum og um erfiðleikana sem fylgja þegar litla frænka hennar kemur óvænt í heimsókn. 


Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?

Fyrsta sem kemur í hugann er þegar ég fór á “Ratatouille” í bíó þegar ég var fimm ára eftir að hafa suðað endalaust í foreldrum mínum að fá að fara á hana… og svo að sofna undir henni fimm mínútum eftir að hún byrjaði.



Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Samvinnan. Elska hversu margar mismunandi deildir þurfa að vinna vel saman til að geta gert frábæra bíómynd.


Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Hef lengi elskað að skrifa og það var eitthvað heillandi við handritsformattið sem kallaði á mig. Ákvað að taka smá áhættu, hætti í HÍ, sótti um hér og hef ekki horft aftur.


Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Leikstjórnin, fór í þennan skóla til að skrifa en var ekki að búast við að falla fyrir því að leikstýra eins og ég gerði. Sama má segja um að vera aðstoðarleikstjóri, hefði aldrei giskað að ég myndi elska það eins mikið og ég geri.


Hvernig lítur svo framtíðin út?

Full af tækifærum, spenntur að reyna koma fætinum inn í íslenska kvikmyndagerð og að fá að eyða smá tíma á settum í sumar.