Opinn dagur í Kvikmyndaskólanum – Allt um dagskrána
Mánudagurinn 16. maí verður opinn dagur í Kvikmyndaskóla Íslands og verður öllum velkomið að koma og kynna sér starfsemina í húsnæði skólans að Grensásvegi 1.
Deildarstjórar skólans munu bjóða upp á lifandi kynningar á deildunum sem í boði eru og fyrrverandi nemendur koma í heimsókn og sýna hvað þeir hafa gert eftir útskrift sína úr skólanum. Tækjaleigan kynnir tækin sem nemendur skólans hafa aðgang að og gestum verður leyft að prófa green screen og setja upp ýmis ljós og myndavélar.
Boðið verður upp á kaffihlaðborð í matsal skólans og í krakkahorninu verður í boði að horfa á kvikmyndir, lita í litabækur og sitthvað fleira.
Einnig er ætlunin nota opinn dag skólans til að styrkja fjölskyldu Edvins Martinssonar, fyrrum nemanda við skólan sem nýlega lést og verður það gert með markaði þar sem ýmislegt verður til sölu; föt, DVD-diskar og bækur.
Einnig verður í boði að sjá fyrstu leiknu 360° mynd sem hefur verið tekin upp á Íslandi auk fjölda annarra skemmtilegra hluta sem í boði verða á Opnum degi Kvikmyndaskóla Íslands.