Raddþjálfun og endurgerð frægra atriða úr þekktum myndum meðal verkefna vikunnar
Fyrsta önn Leikstjórnar/Framleiðslu luku kúrs í tónlistarmyndböndum undir leiðsögn Erlends Sveinssonar (Kanarí), klipptu saman tónlistarmyndbönd sem þau tóku í vikunni áður og hófu svo námskeið í framleiðslu með Hlín Jóhannesdóttur (Bokeh, Svanurinn) og leikstjórn þar sem er unnið með leikaravinnu undir leiðsögn Þorsteins Bachmans (Lof mér að falla, Vonarstræti) ásamt fyrstu önn nemenda í Handrit/Leikstjórn. Þriðja önn lauk námskeiði í endurgerð senu með öðrum nemendum þriðju annar, þar sem þau frumsýndu senur sem þau endurgerðu úr þekktum kvikmyndaverkum. Leiðbeinendur voru Ágústa Margrét Jóhannsdóttir (UseLess) “storyboard” meistarinn Sigurður Valur og leikstjórinn Viðar Víkingsson (Draugasaga).
Nemendur á fyrstu önn Skapandi Tækni sátu sinn fyrsta kúrs í klippingu undir leiðsögn Davíðs Alexanders Corno (Undir Halastjörnu, Kona fer í stríð) ásamt því að hefja kúrs í myndbreytingu undir leiðsögn Sigurgeirs Arinbjarnarsonar (Everest, Star Trek Discovery). Nemendur á annarri önn sátu kúrs í hljóðvinnslu með Kjartani Kjartanssyni (Sódóma Reykjavík) og hófu námskeið í myndbreytingu þar sem þau vinna með eftir vinnslu undir leiðsögn Sigurgeirs Arinbjarnarsonar (Everest, Star Trek Discovery). Þriðja önn lauk námskeiði í endurgerð senu með öðrum nemendum þriðju annar.
Fyrsta önn nemenda í Handrit/Leikstjórn luku kúrs í skrifum fyrir sjónvarpsþætti undir leiðsögn fagstjórans Ottó Geirs Borg (Ég man þig, Astrópía) og hófu fyrsta námskeið í handritum í fullri lengd undir leiðsögn Hrafnkels Stefánssonar (Kurteist Fólk, Borgríki) þar sem þau hefja vinnu að handriti sem þau munu vinna áfram næstu annir. Þriðja önn lauk námskeið í endurgerð senu með öðrum nemendum þriðju annar. Nemendur á fjórðu önn sátu námskeið í leikstjórn með Gunnari B. Guðmundssyni ( Astrópía, Gauragangur) þar sem nemendur undirbjuggu útskriftar mynd sína.
Nemendur á fyrstu önn Leiklistar sátu námskeið í raddbeitingu og söng með Þórunni Ernu Clausen (Lói), leik og hreyfingu þar sem unnið með líkamann í tjáningu með Guðmundi Elíasi Knudsen, og kynntu svo það sem þau hafa verið að vinna í leiktúlkun með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL). Nemendur á annarri önn sátu námskeið í raddbeitingu hjá Þóreyju Sigþórsdóttur (Agnes, Kaldaljós) og unnu í leiktækni með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL). Þriðja önn lauk námskeið í endurgerð senu með öðrum nemendum þriðju annar.
Kínema, nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands, bauð upp á Handrita vinnustofu og Karaoke kvöld á þriðjudeginum og Spilakvöld á fimmtudeginum að vanda, og endaði vikuna á Halloween skemmtun á föstudagskvöldinu.
Vikunni lauk að vanda í kvikmyndasögu í Bíó Paradís.