Rúnar Guðbrandsson nýr deildarforseti Leiklistardeildar

Um áramótin tók Rúnar Guðbrandsson við starfi deildarforseta Leiklistardeildar. Rúnar er okkur í KVÍ að góðu kunnur, en hann hefur kennt við leiklistardeildina undanfarin ár. Þær Sigrún Gylfadóttir og Hlín Agnarsdóttir, báðar fyrrum deildarforsetar leiklistardeildar, verða Rúnari til fulltingis á þessari vorönn.

Rúnar nam upphaflega leiklist í Danmörku og starfaði þar um árabil sem leikari með ýmsum leikhópum. Frekari menntun hefur hann sótt m.a. til Póllands og Rússlands. Rúnar lauk MA og MPhil gráðum í leikhúsfræðum og leikstjórn frá De Montfort háskólanum í Leicester í Englandi og hefur lokið fyrri hluta doktorsnáms í fræðunum.Hann var fyrsti prófessor í leiktúlkun við Listaháskóla Íslands.

Rúnar hefur samið og leikstýrt fjölda leiksýninga hérlendis og erlendis og fengist við leiklistarkennlsu og þjálfun leikara víða í Evrópu. Hann hefur auk þess leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Kvikmyndaskóli Íslands býður Rúnar Guðbrandsson velkominn í hóp deildarforseta skólans.