Samlestur leikrita sem samin eru af nemendum í Handrit/Leikstjórn
Stuttu fyrir páska hittust nemendur til samlesturs tveggja verka sem samin hafa verið af nemendum á 3. og 4. önn deildarinnar Handrit/leikstjórn.
Ritun leikritanna var hluti af vinnu í áfanga sem nefnist SVI 104 og er undir leiðsögn Hlínar Agnarsdóttur. Nemendur á 2. önn leiklistar vinna þessa dagana að uppsetningu verkanna undir leikstjórn Rúnar Guðbrandsonar en ljósmyndari skólans fylgdist með samlestrinum en síðar fáum við að fylgjast með framvindu vinnu hópsins.