Samtökin Börnin okkar leita til nemenda Kvikmyndaskólans við gerð myndbanda
Samtökin „Börnin okkar“ voru stofnuð til að standa fyrir tímabundnu átaksverkefni þar sem áhersla er lögð á fræðslu um afleiðingar óréttmætra umgengnishindrana (umgengnistálmana) með það að markmiði að að koma á vitundarvakningu í samfélaginu.
Fyrir jól stóðu samtökin fyrir gerð myndbands undir heitinu Jólapakkinn og fengu þau nokkra af nemendum Kvikmyndaskóla Íslands til að vinna það með sér.
Já það er rétt, við vorum nokkrir nemendur sem komu að gerð þessa mynbands.
Magnús Ómarson sem var á Tæknideild í skólanum sá um að framleiða þetta, taka upp hljóð og hljóðvinna.
Segir Ingimar Elíasson sem leikstýrði en hann var einni meðframleiðandi.
Hallgrímur Jóhann Hallgrímsson var ljósamaður en hann var líka á tæknideild í skólanum.
Dukagjin Idrizi klippti og litaleiðrétti einnig úr tæknideildinni en tökumaður verkefnisins var Vilius Petrikas en hann ásamt leikmyndahönnuði og meðframleiðandanum Berglindi Bjartmarsdóttur eru ekki nemendur úr KVÍ.
Eins og fyrr segir var myndbandið gert fyrir samtök sem voru stofnuð nokkrum dögum fyrir jól og heita „Börnin Okkar“.
Þau höfðu samband við okkur 18. des og báðu okkur um að koma með hugmynd að stuttu myndbandi og að gera það fyrir jól. Þetta var pro bono verkefni, með ekkert budget og þurftum við að vinna hratt og hnitmiðað. Hugmyndin kom nánast strax og hófst framleiðsla um leið og var unnið að því að fá lánaðar græjur en ég fékk sjálfur dóttur mína til að leika. Myndbandið var skotið 22. desember og var tilbúið og gefið út daginn eftir.
Sami hópur bætti um betur um áramótin og sendi þá frá sér annað myndband undir heitinu Áramótaheit og bættust fleiri þátttakendur úr skólanum þá við.
Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, fyrir góðan málstað og samtökin voru mjög ánægð með það sem við gerðum. Reynslan sem við fengum í kvikmyndaskólanum hjálpaði okkur mikið þar sem við höfðum stuttan tíma og ekkert budget en það er skólinn í hnotskurn.
bætir Ingimar við í gamansömum tón.