Síðastliðin vika í Kvikmyndaskólanum

Fyrstu annar nemar í skólanum (Leikstjórn/Framleiðsla, Skapandi Tækni, Handrit/Leikstjórn, Leiklist) luku tökum á mínútumynd og hófu að klippa hana undir leiðsögn Ágústu Margréti Jóhannesdóttur (UseLess)

mmeu48ww

Þriðja önn Leikstjórn/Framleiðslu sat tíma í framleiðslu með Hlín Jóhannesdóttur (Svanurinn, Bokeh) ásamt því að nema undir reynda upptökustjóranum Jóni Agli Bergþórssyni í áfanga um fjölkameruvinnslu og skrifa handrit að eigin stuttmynd undir leiðsögn Tinnu Hrafnsdóttur (Munda) sem þau munu leikstýra í lok annar.

2

Nemendur á Skapandi Tækni hófu kúrs í klippingu undir leiðsögn Davíðs Alexander Corno (Kona Fer í stríð, Mikhel) þar sem þau klippa meðal annars einstaklingsverkefni sem þau tóku upp í kvikmyndatökunámskeiði.  Einnig sátu þau námskeið í listasögu með Lee Lorenzo Lynch.  Nemendur á þriðju önn Skapandi Tækni luku námskeiði í hljóðvinnslu og hljóðsetningu með Kjartani Kjartanssyni (Svartur á Leik, Sódóma Reykjavík) ásamt því að hefja námskeið í kvikmyndatöku með Tómasi Erni Tómassyni (Arctic, Latibær) þar sem þeir munu skjóta sína eigin heimildarmynd. 

3

Nemendur á þriðju önn Handrit/Leikstjórn sátu kúrs í aðlögun þar sem þau skrifa handrit að eigin stuttmynd undir leiðsögn Tinnu Hrafnsdóttur (Munda) sem þau munu leikstýra í lok annar. Hófu þeir svo áfanga í handritum, þar sem þeir skrifa fyrstu drög að handriti fyrir kvikmynd í fullri lengd með Hrafnkeli Stefánssyni (Kurteist Fólk, Borgríki)

4

Nemendur á 4.önn sátu einnig við skriftir á handritum í fullri lengd með Hrafnkeli Stefánssyni (Kurteist Fólk, Borgríki), að endurskrifa handrit sitt frá síðustu önn ásamt því að vinna að handriti útskriftarverkefnis síns með handritshöfundnum Huldari Breiðfjörð ( Undir Trénu, París Norðursins) 

5

Nemendur í Leiklist á annarri önn sátu námskeið í söng með Þórunni Ernu Clausen (Réttur, Lói) og námskeið í spuna og gríni með Mána Arnarssyni (Improv Iceland)Nemendur á þriðju önn leiklistar sátu námskeið í leiktækni og túlkun með Þorsteini Bachmann (Lof mér að falla, Ófærð), leiklistarsögu með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL) og fóru einnig í trúðsleik. 

6

Svo lauk vikunni í Bíó Paradís að venju þar sem allur skólinn fór saman í Kvikmyndasögu.