Sjö af sextán stuttmyndum sem keppa á RIFF frá Kvikmyndaskólanum

Af þeim 16 stuttmyndum, sem sýndar verða og keppa um sérstök verðlaun á RIFF sem heiðra munu minningu Thors Vilhjálmssonar rithöfundar, voru 6 framleiddar í Kvikmyndaskóla Íslands.
Valið á myndunum er ætlað að kynna til leiks unga kynslóð kvikmyndagerðarfólks sem á framtíðina fyrir sér en alls eru sjö myndir frá nemendum skólans. Þórður Pálsson sem er útskrifaður nemandi úr Kvikmyndaskólanum á sjöundu myndina sem tengist Kvikmyndaskóla Íslands en hún var meistaraverkefni hans úr The National Film and Television School síðastliðið vor.
Myndirnar sem framleiddar voru í Kvikmyndaskóla Íslands eru: Acedia / Spegilmynd eftir  Erlu Hrund Halldórsdóttur, Hey Dad – been a long time / Hæ Pabbi – þótt við þekkjumst ekki neitt eftir Hauk Karlsson, Pattern / Mynstur eftir Valdimar Kúld, Echo / Bergmál Atla Þór Einarsson, Unfolded / Rof eftir Kristínu Ísabellu Karlsdóttur og The Catman / Kattarmaðurinn eftir Barða Guðmundsson.
Við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju með heiðurinn og fylgjumst spennt með framhaldinu en RIFF hefst næstkomandi fimmtudag.