Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda
Nú styttist í að Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildar mynda verði haldin á Patreksfirði. Upplýsingar hér að neðan eru frá heimasíðu hátíðarinnar
Dagana 18.-21.maí 2018 verður Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda haldin í tólfta sinn á Patreksfirði. Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verða veitt bæði áhorfendaverðlaunin Einarinn, sem hafa verið veitt frá upphafi, og dómnefndarverðlaunin Ljóskastarinn sem veitt voru í fyrsta sinn árið 2017Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Efnistök heimildamyndanna sem hafa verið á dagskrá hátíðarinnar í gegn um árin hafa verið fjölbreytt en þær hafa verið allt frá örstuttum myndum upp í myndir í fullri lengd
Allar upplýsingar um þessa góðu hátíð er hægt að nálgast á vefsíðu hennar og er þetta fullkomið tækifæri til að komast í nánd við bæði byrjendur og lengra komna í íslenskri kvikmyndagerð.