Skóla árið hefst á ný
Vorönn Kvikmyndaskóla Íslands var formlega sett í vikunni af Hrafnkeli Stefánssyni námsstjóra, þar sem nemendur og starfsfók var boðið aftur til starfa. Eftir skólasetninguna hittu nemendur fagstjóra sinna brauta og eftir það hófu nám. Á fyrstu önn hófu 21 nýnemar nám við skólann. Þau hófu námið á fyrirlestri um vinnusiðferði fráleikstjóra (Kaldaljós, Tár úr Steini) og fóru svo í fyrsta áfangann sinn, TÆK 107, þar sem þau munu læra grunnatriði kvikmyndargerðar og framleiða mínútu stuttmynd.
Nemendur á 2.önn Leikstjórnar og Framleiðslu hófu önnina á áfanga í dagskrárgerð fyrir sjónvarp ásamt 3.önn Leiklistar undir leiðsögn, ásamt því að fara í listasögu með Lee Lorenzo Lynch. Nemendur á 4.önn hófu námskeið í heimildarmyndagerð með Helgu Rakel Rafnsdóttur (Keep Frozen, Salome) og handritsnámskeið undir leiðsögn Huldars Breiðfjörðs (Pabbahelgar, Undir Trénu) ásamt 4.önn Handrita og Leikstjórnar, þar sem þau vinna að handriti útskriftarverkefnis síns.
Nemendur á 2.önn Skapandi Tækni, hófu námskeið í kvikmyndatöku undir leiðsögn Björns Ófeigssonar (Gnarr, Latibær) þar sem þeir munu kvikmynda stuttmynd án orða. Nemendur 3.annar fóru á námskeið í handritsgerð með Hrafnkeli Stefánssyni (Kurteist Fólk, Borgríki) og námskeið í myndbreytingu með nýjum fagstjóra myndbreytinga Sigurgeiri Arinbjörnssyni (Stella Blomkvist, Star Trek: Discovery). Nemendur 4.annar fóru á framleiðslu námskeið með 4.önn Handrita og Leikstjórnar undir leiðsögn Arnars Benjamíns (A Reykjavik Porno, Þorsti) og hófu svo undirbúning að lokaverkefni sínu með leiðbeinanda sínum, Ólafi De Fleur (Borgríki, Malevolent).
Nemendur á 2.önn Handrita og Leikstjórnar hófu námskeið í handrits skrifum fyrir sjónvarpsþætti, þar sem þau munu skrifa “pilot” að sínum eigin þætti undir leiðsögn Daggar Mósesdóttur (Höfundur Óþekktur, Me & Bobby Fischer) ásamt því að fara í listasögu með Lee Lorenzo Lynch. Nemendur á 4.önn sátu námskeið í framleiðslu undir leiðsögn Arnars Benjamíns (A Reykjavik Porno, Þorsti) og sátu námskeið í endurskrifum á handriti í fullri lengd með Hrafnkeli Stefánssyni (Kurteist Fólk, Borgríki).
Nemendur á 2.önn Leiklistar hófu önnina á leiktækni með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á Leik) og námskeið ísviðs bardaga tækni með 3.önn Leiklistar undir leiðsögn Örnu Magneu Danks (Ófærð, Stella Blomkvist). Nemendur á 3.önn fóru ásamt því á námskeið í dagskrárgerð fyrir sjónvarp með nemendum 2.annar í Leikstjórn og Framleiðslu undir leiðsögn Baldvins Albertssonar. Nemendur 4.annar hófu námskeið í handritsgerð með Kolbrún Önnu Björnsdóttur (Svartir Englar) og upprifjunar námskeið í raddvinnu með Þóreyju Sigþórsdóttur (Agnes, Kaldaljós).
Mikill hugur er í nemendafélagi skólans og hefst starfsemi hennar í næstu viku.