Söng kynning og nemendum boðið á opnun RIFF, meðal annars þessa vikuna
Nemendur skiluðu fyrstu hugmyndavinnu að lokaverkefni sínu, þar sem þau vinna 7 mínútna stuttmynd í litlum 3-4 manna hópum. Leiðbeinendur Sigrún Gylfadóttir (Fangar), Hlín Jóhannesdóttir (Svanurinn, Bokeh), Stefán Loftsson (Brotið ) og Friðrik Þór Friðriksson (Börn Náttúrinnar, Mamma Gógó) fóru yfir hugmyndirnar þeirra og ljóst er að spennandi verkefni eru í bígerð.
Fyrsta önn Leikstjórn / Framleiðslu luku svo tíma í Myndrænni frásögn með ásamt fyrstu önn Handrit/ Leikstjórn og hófu kúrs í handritsgerð með handritshöfundi og leikstjóranum Reyni Lyngdal (Okkar Eigin Osló, Hraunið). Þriðja önn Leikstjórn/Framleiðslu var í fullum undirbúningi fyrir fjölkameruþátt sem fer í tökur undir þeirra stjórn í næstu viku, undir leiðsögn reynda upptökustjóranum Jóni Agli Bergþórssyni ásamt því skrifa handrit að eigin stuttmynd undir leiðsögn Tinnu Hrafnsdóttur (Munda) sem þau munu leikstýra í lok annar.
Nemendur á fyrstu önn Skapandi Tækni sátu kúrs í hljóði með fagstjóra hljóðs Kjartani Kjartanssyni (101 Reykjavík, Englar Alheimsins). Nemendur á annarri önn Skapandi Tækni luku kúrs í klippingu undir leiðsögn Davíðs Alexander Corno (Kona Fer í stríð, Mikhel) þar sem þau klippa meðal annars einstaklingsverkefni sem þau tóku upp í kvikmyndatökunámskeiði. Og hófu námskeið með öðrum nemendum á annarri önn, þar sem þau munu hvert og eitt skjóta, klippa og frumsýna stutta mynd sem lýsir þeirra persónulega stíl. Leiðbeinendur með þeim eru Ágústa Margrét Jóhannsdóttir (UseLess) og Linda Stefánsdóttir (The Fifth Estate). Nemendur á þriðju önn sátu námskeið í kvikmyndatöku með Tómasi Erni Tómassyni (Arctic, Latibær) þar sem þeir munu skjóta sína eigin heimildarmynd ásamt því að sjá um tökur á fjölkameruþætti. Einnig luku þeir námskeiði í myndbrellum undir leiðsögn Sigurgeirs Arinbjörnssonar (Everest, Star Trek: Discovery)
Fyrsta önn Handrit/ Leikstjórn luku tíma í Myndrænni frásögn ásamt með Veru Sölvadóttur (Gone) ásamt fyrstu önn Leikstjórn / Framleiðslu og hófu kúrs í grunnreglum handritsgerðar undir leiðsögn fagstjórans Ottó Geirs Borg (Ég man þig, Astrópía). Nemendur á þriðju önn Handrit/Leikstjórn sátu kúrs í aðlögun þar sem þau skrifa handrit að eigin stuttmynd undir leiðsögn Tinnu Hrafnsdóttur (Munda) sem þau munu leikstýra í lok annar ásamt áfanga í handritum í fullri lengd, þar sem þeir skrifa fyrstu drög að handriti fyrir kvikmynd í fullri lengd með Hrafnkeli Stefánssyni (Kurteist Fólk, Borgríki). Nemendur á 4.önn luku við skriftir á handritum í fullri lengd með Hrafnkeli Stefánssyni (Kurteist Fólk, Borgríki) og eru að endurskrifa handrit sitt frá síðustu önn ásamt því að vinna að handriti að útskriftarverkefni sínu með handritshöfundnum Huldari Breiðfjörð ( Undir Trénu, París Norðursins)
Nemendur á fyrstu önn Leiklist sátu námskeið í raddbeitingu með Þóreyju Sigþórsdóttur (Agnes, Kaldaljós), Leiktækni með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL) og námskeið í leik & hreyfingu með dansaranum Guðmundi Elíasi Knudsen. Nemendur á annarri önn leiklist luku námskeiði í söng með Þórunni Ernu Clausen (Réttur, Lói) með glæsilegri söngkynningu og leiktækni með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL), og hófu námskeið með öðrum nemendum á annarri önn, þar sem þau munu hvert og eitt skjóta, klippa og frumsýna stutta mynd sem lýsir þeirra persónulega stíl.
Nemendur á þriðju önn leiklist sátu námskeið í leiktækni og túlkun með Þorsteini Bachmann (Lof mér að falla, Ófærð) og unnu með leiktækni fyrir framan myndavel ásamt því að sitja tíma í leiklistarsögu með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL)
Öllum nemendum var svo boðið á opnun RIFF – Reykjavík International Film Festival, á fimmtudagskvöldinu, á sýningu á myndinni End of Sentence og opnunarhófið sem því fylgdi.
Tökudagar fyrir stuttmyndir 3 & 4.annar voru gefnir út og nemendur hafa byrjað að undirbúa sig að leikstýra verkunum sínum.
Kínema, nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands, kynnti október dagskrá sína og er ýmislegt skemmtilegt á döfinni hjá þeim. Þar verður boðið upp á Handrita vinnustofu alla þriðjudaga þar sem handritsnemendur bjóða nemendum ráðgjöf í verkefnum annarinnar. Einnig á þriðjudögum verður boðið upp á Karaoke kvöld á Gauknum og tilboð á barnum. Á fimmtudögum verður svo Spilakvöld í matsal skólans þar sem nemendur koma saman og spila borðspil. Svo er margt annað á dagskrá, meðal annars Góðgerðardagur, Vöfflukaffi, Bjórbingó og Happy Hour.
Svo lauk vikunni að vanda í Bíó Paradís að venju þar sem allur skólinn fór saman í Kvikmyndasögu.