Söngleikur og fjöldi námskeiða
Nemendur á fyrstu önn Kvikmyndaskóla Íslands luku við sitt fyrsta námskeið; TÆK 107, þar sem allar deildir skólans læra undirstöðu kvikmyndagerðar og ljúka því hvert og eitt með 1 mínútna stuttmynd.
Nemendur á 2.önn Leikstjórnar og Framleiðslu fóru í listasögu með Lee Lorenzo Lynch ásamt öðrum nemendum á 2.önn, þau sátu námskeið í Leikstjórn undir leiðsögn Börks Gunnarssonar (Þetta Reddast) með nemendum Handrita og Leikstjórnar, og hófu námskeið í handritsgerð með Hrafnkeli Stefánssyni (Borgríki, Kurteist Fólk) þar sem þau meðal annars skrifa handrit að stuttmynd sem þau framleiða í lok annar. Nemendur á 4.önn fóru á handritsnámskeið undir leiðsögn Huldars Breiðfjörðs (Pabbahelgar, Undir Trénu) ásamt 4.önn Handrita og Leikstjórnar þar sem þau vinna handrit að útskriftarverkefni sínu ásamt því að hefja leikstjórnarkúrs með Hilmari Oddsyni (Kaldaljós, Tár úr Steini) þar sem unnið var áfram með lokaverkefnið þeirra. Ásamt því sat 4.önn námskeið í stofnun framleiðslu fyrirtækja og umsókna, og samtíma kvikmyndasögu.
Nemendur á 2.önn Skapandi Tækni, fóru í listasögu með Lee Lorenzo Lynch ásamt öðrum nemendum á 2.önn og klippikúrs undir leiðsögn Davíðs Alexander Corno (Kona fer í stríð). Nemendur 3.annar sátu kvikmyndatöku námskeið með Birni Ófeigssyni (Gnarr, Latibær) þar sem þau undirbúa að taka upp sína eigin heimildarmynd og sátu handritanámskeið með Hrafnkeli Stefánssyni (Kurteist Fólk, Borgríki). Nemendur 4.annar fóru í framleiðslu námskeið með 4.önn Handrit/Leikstjórn undir leiðsögn Arnar Benjamíns (A Reykjavik Porno, Þorsti) og undirbjuggu lokaverkefni sitt með leiðbeinanda sínum Ólaf De Fleur (Borgríki, Malevolent). Ásamt því sat 4.önn námskeið í stofnun framleiðslu fyrirtækja og umsókna, og samtíma kvikmyndasögu.
Nemendur á 2.önn Handrita og Leikstjórnar fóru í listasögu með Lee Lorenzo Lynch ásamt öðrum nemendum á 2.önn, sátu námskeið í handritsskrifum fyrir sjónvarpsþætti, þar sem þau munu skrifa “pilot” að sínum eigin þætti undir leiðsögn Daggar Mósesdóttur (Höfundur Óþekktur, Me & Bobby Fischer), námskeið í Leikstjórn undir leiðsögn Börks Gunnarssonar (Þetta Reddast) ásamt nemendum Leikstjórnar og Framleiðslu. Nemendur á 4.önn sátu námskeið í framleiðslu undir leiðsögn Arnar Benjamíns (A Reykjavik Porno, Þorsti), ásamt því að hefja leikstjórnarkúrs með Hilmari Oddsyni (Kaldaljós, Tár úr Steini ) Einnig sat 4.önn námskeið í stofnun framleiðslu fyrirtækja og umsókna, og samtíma kvikmyndasögu.
Nemendur á 2.önn Leiklistar sátu námskeið í leiktækni með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á Leik) og námskeið í raddþjálfun með Þóreyju Sigþórsdóttur (Agnes, Kaldaljós). Nemendur á 3.önn sátu námskeið í Leiklistarsögu með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik) og unnu með leiktækni undir leiðsögn Hannes Óla Ágústssonar (Málmhaus). Nemendur 4.annar sátu námskeið í handritsgerð með Kolbrún Önnu Björnsdóttur (Svartir Englar) , upprifjunar námskeið í raddvinnu með Þórey Sigþórsdóttur (Agnes, Kaldaljós) og svo námskeið í gerð dansmyndbands undir leiðsögn Kolbrún Önnu Björnsdóttur(Svartir Englar) og Rut Hermansdóttur. Einnig fóru þau í námskeið í gerð showreel og æfingar fyrir áheyrnarprufur. Ásamt því sat 4.önn námskeið í stofnun framleiðslu fyrirtækja og umsókna, og samtíma kvikmyndasögu. Ásamt öllu þessu settu þau á svið söngleik í Iðnó með miklum glæsibrag, sem hafði frestast önninni áður. Alltaf nóg að gera hjá okkur.