Stærsta tökuvika skólans

Rólegt var í húsakynnum Kvikmyndaskólans þessa vikunna, því allflestir nemendur voru annaðhvort í tökum á sínum eigin myndum, eða að aðstoða aðra nemendur í tökum. Nemendur á fyrstu önn skólans í öllum deildum; Leikstjórnar og Framleiðslu, Skapandi Tækni, Handrita og Leikstjórnar og Leiklist, hófu tökur á stuttmyndum sínum. Þar vinna þau í 3-4 manna hópum að 7 mínútna stuttmynd með engu tali. Nemendur á þriðju önn Leikstjórnar og Framleiðslu luku tökum hver á sinni eigin stuttmynd. Nemendur á annarri og þriðju önn Skapandi Tækni voru á tökustað hjá nemendum, ásamt því að fara í Sérhæfinga kúrs – þar sem nemendur velja sér tvö af sérsviðum brautarinnar til að dýpka þekkningu sína í.  Nemendur á þriðju önn Handrita og Leikstjórnar voru í tökum hver á sinni eigin stuttmynd og fjórða önnin vann hörðum höndum að því að klippa útskriftarverkefni sín. 

Nemendur á annarri önn Leiklistar aðstoðuðu og léku í myndum annara nemenda og þriðja önn Leiklistar vann áfram í söngleik sem þau frumsýna undir lok annar, undir stjórn Þórunnar Ernu Clausen (Lói) , luku við að klippa senur sem leikstýrðar voru af gestaleikstjórum í síðustu viku, og hófu námskeið í dagskrárgerð undir leiðsögn Baldvins Albertssonar (Tjarnargatan). Fjórða önn Leiklistar unnu svo í klippingu á útskriftarmyndum sínum. 

Kínema, nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands, bauð upp á handrita vinnustofu á þriðjudeginum að vanda ásamt Kareoke kvöldi .