Stefán Fannar Ólafsson - Leiklist

Stefán Fannar útskrifast frá Leiklist með þátt sinn "Sketsý Stöff"

Sketsý Stöff

Sketsa þáttur


Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?

Þegar ég vaknaði á undan mömmu og pabba aðeins 6 ára gamall og ýtti á play á VHS tækinu haldandi að það yrði barnaefni eins og vanalega. Í stað þess var “Kill Bill” sem þau höfðu gleymt í og mér tókst að horfa á frá byrjun til enda.


Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Að leika og skapa.


Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Af því ég elska bara að leika.


Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Þegar allt kemur á óvart stendur ekkert upp úr fram yfir annað.


Hvernig lítur svo framtíðin út?

Vonandi vel, mun halda áfram að búa í Reykjavík og reyna að harka mig eitthvað áfram inn í þennan bransa.