Stefán Loftsson fór fyrir hönd Kvikmyndaskólans á IBC

Ég fékk tækifæri til að fara fyrir hönd Kvikmyndaskóla Íslands á IBC þetta árið. Fyrir þau ykkar sem ekki vita hvað IBC er, þá er það í raun stærsta útsendinga-, sjónvarps- og kvikmynda sýning í Evrópu. Hún er haldin í Amsterdam, á Rai sýningarsvæðinu, sem er eitt fremsta alþjóðlega sýningar- og ráðstefnusvæði í Evrópu, staðsett í suðurhluta Amsterdam. Sýningin er ávallt haldin í september, svo ef þú ætlar að mæta, mæli ég með regnhlíf í töskunni, þar sem september virðist vera úrhellis tímabil í Amsterdam.

Með yfir 1500 þátttakendur sem sýna sitt nýjasta í kvikmynda tækni og um það bil 55.000 gesti, er sýningin draumur fyrir þá sem vilja sjá, og stundum prófa, allt það nýjasta sem er er í boði á sviði útsendinga og kvikmynda.
Myndun tengslanets er stór hluti af sýningunni. Á meðan á dvöl minni stóð hitti ég vini úr skólanum og eignaðist nýja.
Stærsti hlutinn er þó engu að síður að ná að sjá allt það nýjasta sem er á leiðinni á markaðinn frá stærstu nöfnunum í iðnaðinum.
Sony myndavélin sem allir hafa verið að lesa um síðustu mánuði? Hún er hér. Það er svo margt að sjá og jafnvel þó að hátíðin teygjist yfir 6 daga, er það varla nægur tími til að sjá allt það sem maður vill sjá.

Á mínum fyrsta degi eyddi ég mestum tíma í að átta mig á skipulagningunni og uppgötva leiðirnar á svæðinu. Rai er yfirgnæfandi stórt og sýningunni er skipt í 15 mismunandi sali. Ég eyddi mestum tíma í sölum 10, 11 og 12, þar sem kvikmyndagerðar tækin voru. Öll stærstu nöfnin var þar að finna; Sony, Canon, Panasonic, Atomos, Aputure, Arri, Dedo, Cartoni…. ég gæti haldið áfram endalaust.
Svo hvað heillaði mig?
Ég er það sem kallast gæti myndavéla áhugamaður, eða nörd ef þú vilt. En var þar af leiðandi afskaplega spenntur að sjá nýjustu vélarnar frá Sony og Panasonic.
EVA1 frá Panasonic er sú sem ég er spenntastur fyrir. Hvers vegna? Jú, það er verðið til að byrja með. Hún kostar um 8000 $ og fyrir þá upphæð færðu:

EF​ ​mount
2.6lb​ ​camera​ ​body
4k​ ​up​ ​to​ ​60p,​ ​2k​ ​up​ ​to​ ​240p
5.7K​ ​raw​ ​output​ ​via​ ​future​ ​firmware​ ​upgrade
V-log​ ​&​ ​V-gamus
400​ ​Mbps​ ​Recording
Dual​ ​SD​ ​card​ ​slots
4:2:2​ ​10​ ​Bit
2/4/6​ ​stop​ ​ND​ ​filter​ ​wheel
Removable​ ​IR​ ​filter​ ​via​ ​wheel

Ég fékk að prófa hana svolítið með gullfallegri Angenieux zoom linsu og myndirnar sem hún gefur frá sér eru ansi góðar.

Önnur vél sem fólk slefaði yfir var dýrari Sony VENICE 6K CineAlta vélin. Yfirlitið er stórkostlegt, enda ætti það að vera það, þar sem verðið er um 40.000 $ :

Panasonic EVA1

Full​ ​Frame​ ​Sensor​ ​24×36​ ​mm
6K​ ​Full​ ​Frame​ ​6048​ ​x​ ​4032​ ​maximum​ ​resolution
4K​ ​Super35​ ​window Full​ ​Frame,​ ​full​ ​6048​ ​photosite​ ​width​ ​of​ ​the​ ​sensor
Widescreen​ ​spherical​ ​2.39:1​ ​or​ ​Large​ ​Format​ ​Scope
Super35​ ​full​ ​height​ ​2.0x​ ​squeeze​ ​Anamorphic
8-Step,​ ​8-Stop​ ​Internal​ ​NDs​ ​(0.3​ ​to​ ​2.4)
PL​ ​and​ ​Ruggedized​ ​E-mount​ ​(E-mount​ ​native)
Spherical​ ​FF​ ​&​ ​S35
Anamorphic​ ​FF​ ​&​ ​S35
15+​ ​Stops​ ​of​ ​Exposure​ ​Latitude
Native​ ​ISO​ ​500
Retains​ ​highlights​ ​and​ ​color​ ​detail​ ​6​ ​stops​ ​overexposed​ ​and​ ​9​ ​stops​ ​into​ ​the shadows
Power:​ ​both​ ​12​ ​VDC​ ​and​ ​24​ ​VDC

Sony Venice

En það er einnig annað sem gerir IBC að stórkostlegri upplifun. Þú getur fylgst með fyrirtækjum sem eru í startholunum, mörg hver sem bjóða tæki sem geta gert myndina þína betri án þess að stefna í gjaldþrot.

Eitt mitt uppáhalds fyrirtæki í þessum flokki er Aputure. Þeir hafa ráðist inn á markaðinn eftirminnilega, bjóða samkeppnishæf verð á LED ljósa búnaði og hafa einnig frábært úrval af On-camera skjám.

Ég ræddi við Ted Sim, Chief Creative Officer hjá Aputure um Lightstorm 300d, ljós sem þeir eru að framleiða.

Ted Sim og Stefán Loftsson

Nýja Lightstorm 300d breytir öllu fyrir LED ljós. Ljósið hefur það sem kallast “Chip on board” tækni til að endurskapa upphaf eins ljóss. Í notkun þýðir það að ljósið varpar einum skugga í stað fjölda skugga sem þú færð með LED á panel ljósum. Það er núna magenta filter sem leiðréttir COB ljósin, og færir ljósastæðis TLCI mörkin upp í 98

Aputure

Ted heldur því fram að það sé sambærilegt hinu hefðbundna 2K HMI, með útsvörun 31,000? Lux á 1m. Það er ansi vel gert fyrir ljós sem einungis kostar um 1.000 $.

LS1 Led panellinn er annað ljós frá Aputure sem ég er hrifinn af. Yfirlitið er afskaplega hvetjandi fyrir compact Led panel.

● High​ ​CRI​ ​98,​ ​perfect​ ​color​ ​of​ ​sunlight​ ​and​ ​ensure​ ​that​ ​its​ ​light​ ​is​ ​natural​ ​and lifelike
● Daylight​ ​5500K​ ​color​ ​temperature
● Unique​ ​light-control​ ​separation​ ​design
● Tough​ ​and​ ​Professional​ ​Aero-Aluminum,​ ​Ultra-Small​ ​Size

Ég fékk tækifæri til að nota það við nokkrar tökur og er heillaður vegna output, færanleika og fjarstýringar möguleikunum. Fyrir utan það að þetta er sterk hönnun sem þolir einhverjar byltur.

Tækni búnaðar lausnirnar á IBC voru einnig afar áhrifaríkar. Ég skoðaði viðburð hjá Blackmagic design
básnum þar sem þeir sýndu alla nýju möguleikana í DaVinci Resolve 14. Þessi útgáfa er stærsta uppfærsla þeirra til þessa og þeir telja hana byltingarkennda. Áður fyrr var DaVinci eingöngu notað fyrir lita greiningu. Nú með nýju útgáfunni getur þú unnið alla klippingu, greiningu og hljóð eftirvinnslu í eintakinu. Það kom mér í raun á óvart hversu einföld og notenda væn uppsetningin leit út. Það kæmi mér ekki á óvart ef bæði nýjir og þraulreyndir kvikmyndagerðarmenn myndu byrjað að nota DaVinci í sinni vinnu.

Hér er nokkrir punktar um DaVinci frá Blackmagic Design:
DaVinci Resolve 14 býr yfir hundruðum nýrra fítusa fyrir klippara, lita greinendur og nú, í fyrsta skiptið, hljóðvinnslu fólk.
Nýja endurspilunar vélin hefur ágerst í svörun með allt að tíu sinnum betri vinnslu fyrir klippara. Einnig bætist við heil síða með fullri Fairlight hljóð eftirvinnslu framleiðslu verkfæri sem leyfir þér að taka upp, klippa, blanda, styrkja og fullkomna hljóð með algjöru 3D hljóð svæði og upp að 1000 stöðvum.
Litarar munu fá hinn nýja, stórkostlega Resolve FX sem inniheldur sjálkrafa andlits þekkingar búnað og fylgni til að auðvelda blöndun andlits lita, birtingu augna, breytingu vara litar og enn meir!

Sony mirrorless cameras


Ég gæti auðveldlega haldið áfram að dásama IBC en held hins vegar að það sé einungis ein leið til að upplifa hana. Fara þangað! Flug frá Íslandi eru ódýr, hótel geta verið dýr en það er alltaf möguleiki á Airbnb og gistiheimilum.

Sony FS7

Að lokum við ég benda á nokkur atriði ef þú ætlar að fara á IBC 2018:
– Skráðu þig snemma (snemm skráningar eru fríar, en ef þú missir af því getur þú leitað uppi fyrirtæki sem sum hver munu vera á sýningunni og mörg hver þeirra bjóða afsláttar miða svo þú fáir frían aðgang að IBC)
– Pakkaðu með þér regnhlíf og regnstakk (treystu mér)
– Bókaðu gistingu snemma (ég var frekar seinn, en mér og kærustunni minni tókst að finna Airbnb íbúð á viðráðanlegu verði)
– Verslaðu Tram kort (leigubílar geta verið dýrir og Tram kerfið í Amsterdam er einkar gott)

Stefán Loftsson