Steinar Þór Kristinsson

Steinar Þór Kristinsson útskrifast frá Handrit og Leikstjórn með mynd sína “Sá sem fór suður”

“Maður snýr aftur til bernsku heimilis síns í von um að bæta samband sitt við föður sinn.“

Steinar Þór sagði okkur svolítið frá ferlinu

“Áhuginn á kvikmyndagerð kom þegar ég var búa til stuttmyndir með gömlu skólafélögunum mínum í grunnskóla, einnig hef ég alltaf haft gaman að horfa á allskonar myndir síðan ég man eftir mér. Helsta ástæðan fyrir því að ég fór í þetta nám var til þess að kynnast nýju fólki og nýta fjölbreytni skólans.

 

Það eru þrjú atriði sem eru mikilvæg í kvikmyndagerð og þau eru handrit, handrit og handrit. Handrita og Leikstjórnar deildin er fullkominn til þess að fá réttu tækin og fá álit hjá öðrum höfundum sem gefa manni mikilvægar nótur sem fylgja manni.”

“Það sem kom helst á óvart var að maður lærir ekki bara kvikmyndagerð heldur líka samskipti. Margar skemmtilegar minningar tengjast svefnlausum nóttum sem maður eyddi með kraftmiklu fólki”

 

Og að lokum, hvað ber framtíðin í skauti sér?

“Skapa þangað til að ég dey.”