STOCKFISH 3.-13. APRÍL 2025
Búið er að opna fyrir umsóknir í Verk í vinnslu, Handritasmiðju og Sprettfisk

Verk í vinnslu
Stockfish Festival er búið að opna fyrir innsendingar í Verk í Vinnslu.
Með þátttöku gefst aðstandendum kvikmyndaverka í vinnslu einstakt tækifæri til að kynna verkefnin sín fyrir innlendum og erlendum fjölmiðlum, framleiðendum og öðrum áhugasömum.
Verkefnin sem verða fyrir valinu eiga þess kost að auka dreifingar- og kynningarmöguleika bæði hér á Íslandi og erlendis.
Þátttakendur sýna 3-7 mínútna myndbrot úr verkum sínum og að því loknu taka aðstandendur myndarinnar við spurningum úr sal.
Undanfarin ár hefur þessi viðburður vakið mikinn áhuga erlendra blaðamanna og er þetta kjörinn vettvangur fyrir kvikmyndagerðafólk alls staðar að til að hittast og mynda tengsl.
Skráningarfrestur: 15. mars
Sótt er um á https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScjosWwwE49CAZdNcgkvCxQXNMK1mFlJP6A1GXVFt4lJvAVWw/viewform
Handritasmiðja
Viðburður þar sem handritshöfundar skerpa á þekkingu sinni, fá gagnrýni á verk sín og tengjast samfélagi handritshöfunda. Handritasmiðjunni er ætlað að efla og þroska íslenska handritsgerð og skapa umhverfi til samstarfs og tengslamyndunar.
Hún er sniðin að þörfum höfunda með reynslu sem þurfa leiðsögn til að fínpússa handrit sín og koma þeim í framleiðslu. Tina Gharavi, handritshöfundur og leikstjóri, leiðir smiðjuna. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og var meðal annars tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir fyrstu kvikmynd sína, I am Nasrine. Smiðjan er eingöngu ætluð handritshöfundum með reynslu og þurfa þátttakendur að hafa skrifað að minnsta kosti eitt handrit að kvikmynd eða sjónvarpsþætti til að sækja um. Kennslan fer fram á ensku.
Dagsetning
Fimmtudagur 10.apríl - Laugardagur 12.apríl
Staðsetning
Hafnar.Haus
Tími
TBA
Kennari
Tina Gharavi
Verð
45.000 kr.
Skráningarfrestur: 15. mars
Sótt er um á https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeGKdaLsHNWkCQHRRf81q6o-4dvwonU6vaNdDzBq3HkQ-8F4g/viewform
Sprettfiskur
Enn er opið fyrir innsendingar í stuttmyndakeppnina Sprettisk. Umsóknarfrestur stendur til 5.mars, 2025.
Verðlaunað verður fyrir fjóra flokka:
Besta leikna stuttmyndin
Besta stutta heimildamyndin
Besta stutta tilraunamyndin
Besta tónlistarmyndbandið
Flokkarnir eru fjórir til að endurspegla þá grósku og fjölbreytni sem er í kvikmyndagerð hér á landi.
Markmið keppninnar er að vekja athygli á upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja það til góðra verka með verðlaunum sem geta lagt grunninn að næsta verkefni.
Verðlaunin koma frá KUKL tækjaleigu og RÚV.
Evu Maríu Daníels verðlaunin: Vinningshafinn fær 1,5 milljónir íslenskra króna til að vinna að næsta verkefni sínu.
Nánari upplýsingar um Evu Maríu Daníels verðlaunin
Skráningarfrestur: 5.mars 2025
Sótt er um á https://filmfreeway.com/Shortfish