Stuttmynd Lovísu Láru valin á International Open Film Festival
Stuttmynd, var nýlega valin til sýninga á International Open Film Festival í Bangladesh úr fjögur þúsund innsendum myndum. Lovísa Lára útskrifaðist úr deildinni Handrit/Leikstjórn hjá Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2014.
Mynd Lovísu Láru var valin flokk mynda ungra kvikmyndagerðarmanna, Young Filmmaker.
Hátíðin hefur verið að fá rosa mikla athygli vegna þess að hún var með 338 dómara sem fóru yfir myndirnar frá öllum heimshornum. Hún er á lista yfir 100 bestu hátíðirnar á FilmFreeway en það val er gert af kvikmyndagerðarmönnum.
Allir sem sendu inn mynd fengu að keppa um titilinn Country Best hvort sem að myndin var tekin inn á hátíðina eða ekki. Mín mynd var valin á hátíðina og hlaut einnig titilinn Country Best.
Lovísa Lára hefur ekki enn fengið upplýsingar um hversu margar íslenskar myndir voru sendar inn en segist í öllu falli mjög ánægð að hljóta verðlaunin og að hafa fengið mynd sína sýnda á hátíðinni.
Ég tók upp myndina í maí í fyrra og hún hefur farið ágætan festival rúnt um heim allan. Myndin fjallar um unga konu sem fær send Snapchat skilaboð af sjálfri sér sofandi og uppgötvar sér til skelfingar að einhver er að sitja um hana.Ég skrifaði handrit út frá handriti í fullri lengd sem ég var að vinna í. Sú mynd er um þrjár konur sem að eru að kljást við eltihrella.
Lovísa Lára ákvað að taka eina söguna úr því handriti og gera stuttmynd eftir þeirri sögu, um konu sem var ofsótt af fyrrum sambýlismanni sem beitti hana ofbeldi.
En svo í handritaferlinu ákvað ég að taka út sambýlismannin og bæta við draugi í staðinn. Þannig að konan er í raun að upplifa ofbelið sem draugagang. Myndin er með Ágústu Evu Erlendsdóttur í aðal- og eina hlutverkinu en ég fékk mikið af fyrrum kvikmyndaskólanemum með mér í lið við gerð myndarinnar.
Nú þegar hefur Lovísa Lára gert þrjár hryllingsstuttmyndir.
Hrelli, Það var margt sem myrkrið veit, útskriftamynd Ingu Söndru sem að vann verðlaun sem besta mynd leiklistadeildar og var einnig valin besta mynd Gullmolans í fyrra en hún gerði einnig myndina Prómill, sem var útskriftamynd Ársæls Rafns úr leiklist.
Ársæll Rafn er eiginmaður Lovísu Láru og saman eru þau að undirbúa hryllingsmyndahátíðina Frostbiter í nóvember næstkomandi.
Þegar ég gerði mína fyrstu hrollvekju þá tók ég eftir því að það var enginn vettvangur til að sýna myndina og að lítil hvatning til hryllingsmyndagerðar var til staðar hérlendis.
Það hefur lengi verið draumur minn að sjá hryllingsmyndahátíðir hér á Íslandi og eins og landslagið er þá er algjörlega grundvöllur fyrir því. Ég hugsaði að það væru örugglega fleiri í sömu sporum, með hryllingsmynd í skúffunni og engan stað til að sýna hana.Markmið okkar er að hvetja íslenska kvikmyndagerðarmenn að nýta íslenska náttúru og okkar óhugnalegu þjóðsögur í hryllingsmyndagerð.
Hátíðin verður haldin á Akranesi og fengu hjónin styrk frá uppbyggingasjóð Vesturlands til þess að halda hana.
Við ætlum að taka inn Íslenskar stuttmyndir þannig að ég vona að sem flestir nemendur eða útskrifaðir nemendur úr skólanum fari að grafa í skúffuna og senda inn myndir.
Við viljum sjá allt, erum jafn spennt fyrir lélegum hrollvekjum og góðum. Enda heitir hátíðin eftir lítið þekktri b-hryllingsmynd sem ber sama nafn.
Heimasíða hátíðarinnar er í vinnslu og er vonast til að móttaka mynda hefjist í byrjun júlí og standi fram í september.
Enn er því mögulegt að nýta sér frábæru samnemendurna úr Kvikmyndaskólanum, grípa þá og cameru og fara út og gera eitthvað ógnvekjandi.