Sýningar á útskriftarmyndum

Í kvöld klukkan 8 munum við sýna útskriftar myndir nemenda okkar í Bíó Paradís, og ykkur er öllum boðið að koma og njóta með okkur ;

When the trees come

Saga um þjóðsögu eða misskilning eða bæði. Ævintýraleg endursögn sögu varúlfsins þar sem ung kona byrjar á blæðingum: tilfinnninga sveiflur sem styrkur.

Þú ert ekki

Súrealísk stuttmynd um ungan mann sem kljáist við sjálfsefa. Hann ferðast í annan heim þar sem hann hittir gamlan mann, og þarf að ákveða hvaða lífsleið hann velur.

Meinvill

Ungur maður reynir að endurvekja slokknaðan blossa milli sín og fyrrum kærustu hans, en aðstæður hafa breyst og hann þarf að horfast í augu við kaldan sannleikann.

Twister

Ungt par í blóma lífsins bjóða foreldrum sínum í matarboð. Kvöldið tekur skarpa beygju þegar upp koma óvæntar fréttir sem gætu sett strik í reikninginn

Round 0

Hver er Kolbeinn? Bardagamaður. Það er það eina sem hann veit um sjálfan sig. Kolbeinn og vinir hans eru ungir boxarar, í þjálfun fyrir Norðurlandamótið. Alvarlegt slys hins vegar setur boxið í útrýmingarhættu á öllum norðurlöndunum. Hver mun Kolbeinn verða?

Pabbi minn

Þór lifir í heimi þar sem karlmenn mega ekki sýna viðkvæmar tilfinningar. Hann lendir í áfalli og reynir allt sem hann getur til þess að gleyma þessu, vera “sterkur” og bæla niður sorgina.