Næsta mynd er “Freyja” eftir Marzibil Sæmundsdóttir

Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á næstunni sýna 25 valin verk útskrifaðra nemenda síðustu ára. Nú sýnum við stuttmyndina “Freyja”.

Freyja

Stuttmyndin “Freyja” var 3.annar verkefni Marzibil Sæmundardóttur, sem útskrifaðis úr Handrita-og leikstjórnardeild KVÍ vorið 2013.

Í samtali við Marzibil leikstjóra og handritshöfund segir hún:

Námið í KVÍ kennir þér allt sem þú þarft að læra til að verða góð kvikmyndagerðarkona/maður, það er þitt til að nýta til fulls. Kennararnir eru gullnáma sem gefa þér allt sem þú þarft, ef þú vilt. Ég á framleiðslu fyrirtæki með tveimur öðrum í dag, við erum þessa stundina að gera stutt- og heimildarmyndir ásamt því að undirbúa mynd í fullri lengd. Allt sem ég geri og lifi af í dag tengist kvikmyndum. Ég er framkvæmdastjóri Stockfish, kenni í Kvikmyndaskólanum og bý til bíó með arCus Films sem er framleiðslu fyrirtækið okkar. Ef þú vilt í alvöru gera gott bíó þá gefur KVÍ þér allt sem þú þarft