Þórður Pálsson fær Special mention í Palm Springs Shortfest

Við sögðum nýlega frá boði Þórðar Pálssonar á Palm Springs ShortFest en mynd hans Brothers, hefur nú hlotið  Special Mention í flokknum Best Live Action Short over 15 minutes. Það er reyndar fleira um að vera hjá Þórði þessa dagana en hann er önnum kafinn við undirbúning á kynningu verkefna fyrir Nordic Talents 2015.

Ari Kristinsson hjá Kvikmyndamiðstöðinni hafði samband við mig og spurði hvort þau mættu senda lokamyndina mína frá The National Film and Television School í Nordic Talents 2015, því þau væru að leita að Íslendingum til að sækja um.

Skilyrði til þátttöku er raunar að umsækjandi sé í MA námi í einhverjum af þessum stærstu kvikmyndaskólum í Skandinavíu en að sögn Þórðar fá Íslendingar undanþágu og því dugir honum að vera við nám í The National Film and Television School. Tvö hundruð þátttakendur fá að sækja um en aðeins fjörtíu og fimm komst í annað val og er svo fimmtán þátttakendum boðið að kynna.

Ég komst inn með 2 verkefni en þannig ég er með 2 verkefni af þessum 15 og er sá eini sem fæ að kynna fleiri en eitt. Ég mun kynna 6 þátta mini-seriu og kvikmynd í fullri lengd.

Þórður segir að lokum að hann standi einn að kynningu verkefnanna á meðan margir gera þetta í samvinnu við annan aðila.

Þetta er auðvitað mjög mikill heiður að hafa verið valinn og satt best að segja er ég bara mjög hissa á því að hafa komist inn og hvað þá með tvö verkefni. Þar sem samkeppnin er mjög hörð um þessi 15 sæti.

Þórður segir að þarna muni hann hitta marga og kynna fyrir framan þekkt og valdamikið fólk úr skandinavíska kvikmyndaiðnaðinum.

Þetta mun því hjálpa mér mikið með þau áform sem ég hef fyrir sjálfan mig.  Ég er nú þegar byrjaður að hitta og ræða við fólk um að koma þessum verkefnum í framleiðslu.