Þrjár stuttmyndir af sex sem keppa um Sprettfiskinn úr Kvikmyndaskólanum
Af þeim sex stuttmyndum sem keppa um Sprettfiskinn, verðlaun stuttmynda á Stockfish Festival í ár eiga nemendur Kvikmyndaskóla Íslands þrjár.
Eitt Skref heitir mynd í leikstjórn Arons Þórs Leifssoar en framleiðendur ásamt honum eru Bjarni Svanur Friðsteinsson, Sturla Óskarsson og Þorsteinn Pétur Mannfreðsson
Önnur myndin í keppninni er Sjúkdómarinn í leikstjórn Grétars Magnúsar Grétarssonar en hann er sjálfur framleiðandi og Svart hvitar fjaðrir í leikstjórn Sigrðar Bjarkar Sigurðardóttur sem framleidd er af henni sjálfir og Guðnýju Rós Þórhallsdóttur er þriðja myndin.
Stockfish festival stendur í 10 daga og hefst 18. Febrúar og óskum við nemendum til hamingju með árangurinn og góðs gengis með myndir sínar.