Fjórar útskriftarmyndir úr Kvikmyndaskóla Íslands á RIFF

Þrír útskriftarnemar frá síðastliðnu vori hafa þegið boð RIFF um að útskriftarverkefni þeirra frá Kvikmyndaskóla Íslands verði sýndar á hátíðinni sem hefst 24.október næstkomandi.
Myndirnar heita “Bergmál” eftir Atla Þór Einarsson, “Rof” eftir Sigmar Inga Sigurgeirsson og “Hæ Pabbi – þótt við þekkjumst ekki neitt” eftir Hauk Karlsson.

Atli Þór útskrifaðist af leikstjórnar- og framleiðsludeild og Sigmar Ingi af leiklistarbraut og leikur hann einnig aðalhlutverk myndar sinnar. Haukur Karlsson er hinsvegar útskrifaður úr deild tvö, Skapandi tækni.
Skólinn óskar þeim félögum til hamingju með frábæran árangur.

 

Uppfært: Eftir að fréttin birtist hefur komið í ljós að mynd Barða Guðmundssonar, Kattarmaðurinn með Arnar Jónsson og Soffíu Jakobsdóttur í aðalhlutverkum var einnig valin til sýninga á stuttmyndahluta RIFF. Við óskum Barða að sjálfsögðu einnig til hamingju en hann útskrifaðist einnig síðasta vor úr Handrita og leikstjórnardeild.