Tökur á útskriftarmyndum luku í vikunni og tökur á þriðju annar stuttmyndum hófust
Nemendur á fyrstu önn skólans í öllum deildum (Leikstjórn/Framleiðsla, Skapandi Tækni, Handrit/Leikstjórn, Leiklist) fóru í SAM, eða svokallað samstarfsviku þar sem þau vinna fyrir aðra nemendur við tökur og undirbúning á sínum stuttmynd.
Nemendur á þriðju önn Leikstjórnar/Framleiðslu luku leikstjórnarnámskeiði undir stjórn Gunnar B Gunnarsson (Gauragangur, Astropia) -þar sem þau æfðu sig í nálgun leikstjóra á senum með áherslu á samspil leiks og myndavélar og hófu svo tökutímabilið sitt þar sem hvert og eitt tekur upp sína stuttmynd með Gunnari B. sér til aðstoðar.
Nemendur á annari önn Skapandi Tækni áttu einnig samstarfsviku, eða svokallaða SAM viku. Nemendur á þriðju önn luku við klippingu á heimildarmyndum sínum sem þau munu frumsýna í lok annar. Með þeim var fagstjóri klippingar, Davíð Alexander Corno (Undir Halastjórnu, Kona fer í stríð).
Þriðja önn Handrits/Leikstjórnar luku leikstjórnar námskeiði ásamt Leikstjórn/Framleiðslu og hófu töku tímabil þar sem hvert þeirra framleiðir sína eigin stuttmynd.
Nemendur á annari önn Leiklistar hófu vinnu á leikriti sem þau frumsýna í lok annarinnar, leikstýrt af Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL). Þriðja önn sat svo kúrs í Leik og Rödd með Þórunni Ernu Clausen (Lói) þar sem þau hófu vinnu að söngleik sem þau munu skrifa og setja á svið í lok annar, ásamt því að sitja kúrs í leik fyrir framan myndavél, þar sem þau undirbjuggu senur sem voru svo leikstýrðar af atvinnuleikstjórum.
Kínema, nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands, bauð upp á á þriðjudeginum að vanda ásamt Kareoke kvöldi og lauk svo vikunni með bjórkvöldi á föstudeginum.