Tólf útskrifaðir nemendur úr Kvikmyndaskólanum störfuðu við Ófærð
Allt stefnir í að þáttaröðin Ófærð muni slá fyrri áhorfsmet ef marka má fréttir af vef Rúv. Við hjá Kvikmyndskóla Íslands höfum eins og aðrir fylgst spennt með þessu risavaxna verkefni sem framleiðsla þáttanna er enda komu margir af nemendum skólans á einn eða annan hátt að henni.
Annar aðstoðarleikstjóri Ófærðar er Sandra Steinþórsdóttir en hún er útskrifuð úr Handritum/Leikstjórn. Skrifta þáttanna var Bergþóra Ólöf Björnsdóttir, útskrifuð úr leiklist og útskrifaður úr Leikstjórn/Framleiðsla er Emil Morávek sem aðstoðaði á setti við tökurnar á Ófærð.
Það er hinsvegar deildin Skapandi Tækni sem á vinninginn því lanflestir úr henni skarta þeim heiðri að hafa unnið að gerð þáttanna. Annar aðstoðatökumaður á A vél var Atli Kristófer Pétursson og sama starfi á vél B sinnti Guðjón Hrafn Guðjónsson.Aðstoðar gripparar voru þeir Jón Þór Jónsson og Viktor Davíð Jóhannsson. Freyja Vals Sesseljudóttir vann við Leikmuni og skipulagningu og Jared Guðni Gerhardsson vann við tökuhljóðklipp. Ljósamenn voru Jón Þór Jónsson og María Rún Jóhannsdóttir.
Að lokum ók Ragnar Pétur Pétursson langferðabíl í tengslum við tökur auk þess að aðstoða á tökustöðum en hann útskrifaðist af Kvikmyndabraut KVÍ árið 2007.
Skólinn óskar öllum þessum nemendum sínum til hamingju með að hafa tekið þátt í þessari mögnuðu framleiðslu Baltasars Kormáks og óskar þeim velfarnaðar í frekari störfum við íslenska kvikmyndagerð.