Tómas Pétursson - Leikstjórn og Framleiðsla
Tómas mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu með mynd sína "Lucerna"
Lucerna
Myndin fjallar um ungan mann sem hittir unga konu og verður fljótt ástfanginn. Árum seinna þegar þau eru gift og eiga barn fær hann skyndilega þráhyggju fyrir lampa.
Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir og hafði áhrif á þig?
Fyrsta stóra kvikmyndaupplifunin mín var sennilega þegar ég sá “Coraline”. Ég hef verið svona 7 ára þegar ég sá hana fyrst og ég man að hún hafði svakalega mikil áhrif á mig, var bæði ótrúlega spenntur og ótrúlega hræddur. Mætti segja að “Coraline” hafi þjófstartað kvíðanum mínum.
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig við kvikmyndagerð er að skapa sögur og persónur, svo líka bara samvinnan.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það kom mér að óvart hversu erfitt þetta getur verið. Ég var einhverra hluta vegna búinn að ákveða það að þetta yrði tiltölulega auðvelt, sem er bara langt frá því að vera satt.
Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Framtíðin er björt, hugsa að næsta skref sé Óskarinn.