Tvær mikilvægar tilnefningar til Elvars Gunnarssonar og félaga í 23 Frames
Elvar Gunnarsson útskrifaðist árið 2005 úr almennri braut Kvikmyndaskóla Íslands en þá voru enn ekki núverandi deildaskiptingar komnar til skjalanna. Á meðan hann stundaði enn nám nám við skólann hóf hann samhliða störf við gerð tónlistarmyndabanda og auglýsinga.
Síðan gerði ég tvö útskriftarverkefni, annað þeirra vann til verðlauna á Eddunni árið 2005 en hitt verkefnið tók þátt í ýmsum hátíðum en ber þar helst að nefna Clairmont Ferrand.
Það má e.t.v. segja að við þetta hafi stefnan verið mörkuð í ferli Elvars en hann kenndi einnig nokkur ár við skólann. Hann hóf síðar gerð kvikmyndar í fullri lengd sem enn hefur ekki komið út en Elvar segir útgáfu hennar bíða betri tíma. Hann hefur sannarlega ekki setið aðgerðalaus síðustu ár síðan hann lauk gerð hinnar óúgefnu kvikmyndar.
Ég byrjaði aftur að gera tónlistarmyndbönd og auglýsingar árið 2013. Árið 2014 gerði ég svo Eurovision-myndband Pöllapönks við lagið No Prejudice og hjálpaði það mér að fá verkefni að utan. Síðan þá hef ég fengist við ýmis verkefni sem leikstjæori og tökumaður en mest megnis fengist við erlend tónlistarmyndbönd. Ég hóf vinnu að myndinni Mara í fyrra og kem til með að klára hana á þessu ári. Myndin er að mestu enskumælandi, hrollvekja í anda 8. áratugarins. Ég er meðeigandi og annar rekstraraðila framleiðslufyrirtækisins 23 Frames.
Elvar gerði nýlega myndband við lag bandaríska tónlistarmannsins Zebra Katz, Blk Diamond og hefur það fengið tilnefningu til bæði Berlin music video awards og Nordic music video awards. Elvar segir námið í Kvikmyndaskólanum hafa nýst sér vel í verkefnum síðustu ára.
Raunar má segja það um alla þá reynslu sem hlotnaðist við dvöl mína við skólann, bæði sem nemandi og kennari. Kvikmyndagerð er náið samstarf og byggist á samskiptum, samskiptum sem leiða sýn þína að lokaniðurstöðu. Áður en ég hóf nám við skólann hafði ég séð mest megnis um vinnslu minna tilrauna sjálfur en þegar ég gekk í skólann kynntist ég fyrst þessu grundvallarlögmáli kvikmyndagerðar og það að stoð verkefnis þíns er ekki hugmyndin heldur það að allir leggist á eitt til að ná sama markmiði.
Ekki telur Elvar vera mikinn mun á að starfa fyrir erlenda aðila og innlenda þegar kemur að gerð tónlistarmydbanda.
Tengslin verða öðruvísi og minna persónuleg. Þar af leiðandi er minna um vinasambönd og erfiðara að skapa sér tenglsanet. Að vinna fyrir útlönd hefur hentað mér vel enda mikið um tækifæri þar ef borið er saman við þá fáu brauðmola sem margist bítast um hér heima. Draumurinn er hins vegar að geta starfað meira hér innanlands.
Elvar bætir við að verkefnin sem 23 Frames hefur gert fyrir erlenda aðila hafi aðallega verið tekin upp hér á landi.
Við kjósum frekar að gera það þannig vegna þess að við höfum góð tengsl við bransann hér heima og auðveldar það vinnu okkar mikið. Tónlistarmyndbandagerð hefur heillað mig vegna einfaldleika formsins. Það er laust við höft. Tónlistarmyndband getur verið allt og ekkert. Reyndar tel ég að kynningarefni muni líklega færast þangað á næstu árum.
Vinnan að kvikmyndinni Möru tekur mikið pláss í framtíðarplönum hjá þeim félögum í 23 Frames en myndbandagerðin mun líklegast einnig halda sínum hlut í náinni framtíð.
Við hjá 23 Frames erum alltaf eitthvað að bardúsa. Fyrir utan Möru erum við að gera einhver minni verkefni. Nú á næstu dögum kemur reyndar út tímafrekasta myndband fyritækisins frá upphafi en það er reyndar fyrir innlenda hljómsveit; Major Pink. Það er myndaband er að mestu tekið upp á gamlan Epson skanna.