Tvö bestu námsárin voru í Kvikmyndaskóla Íslands – Anton Smári úr Skapandi Tækni segir frá ferli sínum eftir námið
Anton Smári Gunnarsson hóf nám sitt í Kvikmyndaskóla Íslands í janúar 2009 og útskrifaðist úr Skapandi tækni tveimur árum síðar um jól 2010.
Þegar ég hóf námið hafði ég aldrei snert tökuvél af neinu tagi. Ég fékk heil mikið út úr mínu námi við KVÍ þökk sé bæði kennurum sem ekki einungis voru fagfólk af hæstugráðu, heldur einnig hlúðu vel að nemendum sínum og urðu nær því að vera vinir nemenda en kennarar þegar leið á námið. Sama má segja um nemendurna sem mynduðu einstaka heild sem gerði þetta að tveimur bestu námsárum sem ég hef upplifað. Að mínu mati, ef áhuginn er til staðar, og ef að þú tileinkar þér námið, þá færðu fyllilega næga vitneskju í náminu og reynslu í Kvikmyndaskólanum til að stíga þín fyrstu skref í kvikmyndabransanum.
Það sannaði sig fyrir Antoni Smári í því einu hve vel honum gekk á vinnumarkaðinum jafnvel áður en hann útskrifaðist.
Ég tel mig hafa verið mjög heppinn með mina atvinnumöguleika eftir skólann. Ég byrjaði strax að vinna við verkefni með skóla og eftir útskrift vann ég slitlaust í 5 ár sem verktaki í ljósa-, grip- og kamerudeild þar til ég flutti erlendis í byrjun þessa árs. Einnig vann ég í heiltár á tækja leigunni Kukl stuttu eftir útskrift sem gaf mér heilan helling afþekkingu og samböndum.
Anton Smári hefur komið að stórum verkefnum sem aðstoðarmaður tökumanns en þar má nefna myndir á borð við Hrúta, Fúsa og afann að ógleymdri þáttaröðinni Ófærð.
Mín stefna hefur ávallt verið á starf kvikmyndatökumanns, og lukkulega hef ég fengið að vinna með fyrirmyndarfólki hvort heldur sem var við gerð sjónvarpsþátta, stuttmynda, auglýsinga eða tónlistarmyndbanda sem tökumaður.
Fjölbreytileikinn í starfinu hefur komið Antoni Smára mjög á óvart.
Hvert verkefni tekur þig á nýja staði og gefur þér nýjar og margvísilegar áskoranir. Í því tilliti finnst mér vinnan haldast fersk, skapandi og kemur sífellt á óvart.
Velgengnin heima á Íslandi hefur orðið tökumanninum unga hvatning til að leita fyrir sér annarsstaðar.
Nú sem stendur er ég búsettur í Englandi og vinn sem “Camera Technician” hjá fyrirtækinu ARRI Rental. Minn ásetningur er byggja upp sambönd og dýpka þekkingu mína á tækjum hjá ARRI og koma mér svo út á hinn stóra vinnumarkað London, vonandi sem tökumaður