Upprisan – Nemendur Kvikmyndaskólans frumsýna nýjan söngleik í kvöld
Söngleikurinn Upprisan verður frumsýndur í Iðnó í kvöld en um er að ræða útskriftartónleika nemenda í söng í Kvikmyndaskóla Íslands.
Söngkennslan er í 3 annir og byggir á Complete Vocal tækninni en allir kennarar eru útskrifðir úr Complete Vocal skólanum í Kaupmannahöfn.
Segir Rúnar Guðbrandsson, deildarstjóri leiklistar.
Námskeiðum fyrstu tveggja annanna lýkur með hefðbundnum tónleikum en á 3. önninni sem er lengst er lagt meira í púkkið og nemendur semja leikræna umgjörð kringum söngvana sem þau flytja og bjóða því uppá “frumsaminn söngleik” eða söngkynningu með leikrænum tilburðum.
Sýningin hefst kl. 20 í kvöld í Iðnó og er aðgangur ókeypis.