Útskrifaðir nemar Kvikmyndaskólans slá í gegn í Píkusögum
Í gærkvöldi frumsýndi hópur ungra leikkvenna Píkusögur eftir bandaríska höfundinn Eve Ensler í Gamla bíó.
Íslenska þýðingu verksins gerði Ingunn Ásdísardóttir en leikstjórinn Guðrún Helga Sváfnisdóttir er útskrifuð úr Leikstjórnar- og fremleiðsludeild Kvikmyndaskóla Íslands (2013). Fjórar af fimm leikkonum sýningarinnar eru útskrifaðar úr Leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands en þær eru Jóhanna Lind Þrastardóttir (2011), Monika Ewa Orlowska (2013), Sigga Björk Sigurðardóttir (2013) og Vanessa Andrea Terrazas (2012).
Fimmta leikkonan er Guðrún Bjarnadóttir sem stundaði nám í leiklist í Bretlandi og hefur þó nokkra leiklistarreynslu. Frammistaða leikkvennanna sannaði ótvírætt gildi leiklistarnámsins við Kvikmyndaskóla Íslands.
Rektor skólans og deildarstjórar úr leiklistardeild KVÍ fylgdust því stolt og af athygli með árangri fyrrverandi nemenda sinna ásamt fullum sal af hrifnum áhorfendum. Nú er bara að vona að leikkonurnar bæti við fleiri sýningum. Sýningin er til styrktar Stígamótum.