Útskrift IFS Haust 2024

Í dag, laugardaginn 8.febrúar, útskrifuðust 5 erlendir nemar frá IFS deild Kvikmyndaskólans við hátíðlega athöfn í Laugarásbíó. Verðlaun voru veitt fyrir bestu mynd Leikstjórnar og svo Bjarkann, verðlaun fyrir bestu mynd útskriftarhóps. Hlín Jóhannesdóttir rektor hélt ræðu sem kvatti þennan glæsilega hóp áfram og hlökkum við öll til að fylgjast með verkum þeirra í framtíðinni.

Vinningshafi Bestu Leikstjórnar og Bjarkans, bestu mynd útskriftar
"Strangers in the night" eftir Evangelos Chatzopoulos sem útskrifaðist frá Leikstjórn og Framleiðslu
Á snjóþungu aðfangadagskvöldi í Reykjavík hittir einmana, aldraður rokkari dularfulla unga konu sem geymir lykilinn að huldum kafla úr fortíð hans og neyðir hann til að horfast í augu við grafinn sannleika um fjölskyldu, frelsi og ómældan kostnað af draumum hans um frama í rokkinu.
Dómnefnd gaf eftirfarandi umsögn ;
Vel framleitt, vel skotið, vel leikið – skýr saga þó hún sé svolítið fyrirsjáanleg. En það er alveg í lagi. Góð tæknivinna, góð umgjörð – traust útfærsla.

"This terrific world" eftir Yuchen Zeng sem útskrifaðist frá Leikstjórn og Framleiðslu
Þriðju heimsstyrjöldinni er lokið. Nik, hermaður sem á erfitt með að aðlagast samfélaginu á ný; Green, embættismaður sem neitar að yfirgefa húsið sitt af ótta; Jon, hollur maður sem á erfitt með að skilja sannleikann, og Helen, dularfull stúlka sem elskar að segja sögur, hittast í heimi þar sem þau keppa öll sín á milli í baráttu við að komast að því „Hvers konar heimur er þetta?”

"Anniversary" eftir Yulia Malkova sem útskrifaðist frá Handritum og Leikstjórn
Greg, maður sem er fullur afbrýðisemi, grunar Mary eiginkonu sína um framhjáhald og byrjar með mikilli þráhyggju að njósna um hana úr bíl sínum með sjónauka. Upphaflega virðist ofsóknarbrjálæði reka hann áfram, en eins og margir afbrýðisamir elskendur er Greg dulinn gluggagægir sem nýtur þess í leyni að horfa á Mary og bíður eftir að hún svíki hann. Þráhyggja hans dýpkar og fær hann til að setja upp atburðarás með því að bjóða vini sínum Nick að heimsækja Mary í von um að góma hana í svikum. Þegar hegðun Nick tekur óvænta stefnu, fer leikur Greg úr böndunum og hann neyðist til að takast á við niðurlægjandi afleiðingar af hans eigin eyðileggjandi þráhyggju.

"Call me the breeze" eftir Alessio Fresta sem útskrifaðist frá Handritum og Leikstjórn
Maður fer um bæinn í erindum fyrir konu sína. Í lok kvöldsins mun heppni breyta lífi hans.

"And then the world stopped" eftir Michelle Pröstler sem útskrifaðist frá Handritum og Leikstjórn
Í kjölfar hrikalegs atviks með ógnvænlegar afleiðingar, glímir unglingsstúlka við þunga þagnarinnar og baráttuna við að endurheimta rödd sína, þar sem veröld hennar jaðrar við hruni í kringum hana.