Útskrift Vor 2024 - Verðlaun
Laugardaginn 1.júní útskrifaðist fríður hópur kvikmyndagerðarfólks frá Kvikmyndaskóla Íslands
Eftir ræðu rektors voru verðlaun afhent fyrir bestu útskriftarmynd hverrar deildar ásamt Bjarkanum, verðlaunum sem afhent eru bestu mynd útskriftarhópsins
BJARKINN, FYRIR BESTU MYND ÚTSKRIFTARHÓPSINS
Hugfangi - Andri Freyr Gilbertsson, Handrit og Leikstjórn
Umsögn dómnefndar : "Metnaðarfullt verk og sannfærandi leikur. Sérlega vönduð kvikmyndataka og lýsing. Hljóðið mjög gott. Falleg og áhrifarík."
BESTA MYND LEIKSTJÓRNAR OG FRAMLEIÐSLU
Meiriháttar menn - Antoníus Freyr Antoníusson
Umsögn dómnefndar : "Skemmtilegur söguþráður uppfullur af húmor. Fagmannleg frásögn með góðu tempói sem heldur dampi allan tíman. Tæknilega vel unnin og samsett. Vel haldið utan um alla þræði."
BESTA MYND SKAPANDI TÆKNI
Dýpi viskunnar - Hafsteinn Eyvar Jónsson
Umsögn dómnefndar : "Flott myndataka, frábær hljóðsetning. Tæknilega samverkandi heild. Verið að nota alla pósta á skapandi hátt."
BESTA MYND LEIKLISTAR
Í dauðans djúpu vök - Birta Gunnarsdóttir
Umsögn dómnefndar : "Birta hefur sterka nærveru á skjánum. Hún hvílir einstaklega vel í persónunni sem hún leikur. Mjög sannfærandi leikkona og áhrifaríkt verk sem sýnir góð fyrirheit."