Útskriftarmynd Emils Alfreðs Emilssonar hlaut verðlaun fyrir besta handritið
Emil Alfreð Emilsson, sem er útskrifaður frá Handrit og Leikstjórn hjá Kvikmyndaskólanum, hlaut nýverið verðlaun fyrir besta handritið fyrir útskriftarmynd sína “Þrír menn” .
Kvikmyndahátíðin Festival Cinemaiubit er alþjóðleg nemenda hátíð, vottuð af CILECT, alþjóðlegum samtökum kvikmyndaskóla og er ekki annað hægt að segja en að Emil sé vel að verðlaununum kominn.
Við náðum tali af Emil of fengum að forvitnast eilítið um ferlið frá byrjun náms
Það var aldrei spurning hvaða braut yrði fyrir valinu. Handrit og Leikstjórn eru þær tvær hliðar sem að hafa ávallt heillað mig hvað mest. Gæðin í kennslu, þá tala auðvitað út frá minni braut, voru frábær, maður fær að sitja tíma í tvö ár með öllu því færasta fólki sem að Ísland hefur alið af sér. Ég meina það. Og fyrir mér er mikilvægasta lexían ekkert sérstakt trix í sjálfu sér. Allir þessir frábæru kennarar sem maður hafði eru á þeim stað í dag vegna þess að þau voru tilbúin að leggja á sig vinnuna. Og það er líklega það sem að situr hvað mest eftir hjá mér.
Hvað varð til þess að Emil sótti um þátttöku á Cinemaiubit?
Hún Sigrún Gylfadóttir verkefnastjóri Kvikmyndaskólans er algjörlega með puttann á púlsinum í þessum efnum og sendi mér línu um þessa hátíð. Gaman að vita af því að þó svo að maður sér útskrifaður þá sé enn hugsað til manns og ég mæli með því að þið gefið henni háa fimmu ef þið rekist á hana hún er algjör topp manneskja.
Og hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir verðlaunaðan handritshöfund?
Mér hlotnaðist sá heiður að kvikmyndatökumaðurinn Óttar Ingi sem að skaut Þrír Menn bað mig um að koma sér í lið fyrir útskriftarmyndina sína sem verður tekin upp í mars sennilega og erum við saman að þróa þá mynd eins og er.
Annars hef ég aldrei verið kannski mesti planarinn þannig séð. Einu plönin mín eru bara að halda áfram að æfa mig og reyna að bæta mig eins mikið og ég get. Ef að maður leggur inn vinnuna þá gæti eitthvað gott gerst, þannig lít ég á það allavega
Við að sjálfsögðu óskum Emil innilega til hamingju með þennan flotta árangur og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni