Útskriftarverk í fullum gangi og dansað í gegnum vikuna
Leikstjórn og Framleiðsla
Nemendur á fyrstu önn Leikstjórnar og Framleiðslu luku kúrs í handritsgerð með Kolbrúnu Björnsdóttur og fóru tökur á auglýsingum í samnefndu námskeiði undir leiðsögn Baldvins Albertssonar.
Nemendur á 2.önn sátu námskeið með öðrum nemendum á annarri önn, þar sem þau munu hvert og eitt skjóta, klippa og frumsýna stutta mynd sem lýsir þeirra persónulega stíl og eyddu vikunni í tökum. Leiðbeinendur með þeim eru Ágústa Margrét Jóhannesdóttir (UseLess) Linda Stefánsdóttir (The Fifth Estate). Nemendur á 4.önn voru við undirbúning á útskriftarverkefni sínu á meðan aðrir hófu tökur.
Skapandi Tækni
Nemendur á 1.önn luku námskeið í hljóðvinnslu með fagstjóra hljóðs, Kjartani Kjartanssyni (101 Reykjavík) og hófu námskeið í kvikmyndatöku undir leiðsögn Björns Ófeigssonar (Latibær).
Nemendur á 2.önn sátu námskeið með öðrum nemendum á annarri önn, þar sem þau munu hvert og eitt skjóta, klippa og frumsýna stutta mynd sem lýsir þeirra persónulega stíl og eyddu vikunni í tökum. Leiðbeinendur með þeim eru Ágústa Margrét Jóhannesdóttir (UseLess) Linda Stefánsdóttir (The Fifth Estate).
Nemendur á 3.önn sátu námskeið í klippingu með Davíð Alexander Corno (Kona fer í stríð) og Evu Lind Höskulsdóttur (Frost, Hæ Gosi), þar sem þau klippa hver sína heimildarmynd sem þau skutu í áfanga fyrr á önninni. Nemendur á 4.önn voru við undirbúning á útskriftarverkefni sínu á meðan aðrir hófu tökur.
Handrit og Leikstjórn
Nemendur á 2.önn sátu námskeið með öðrum nemendum á annarri önn, þar sem þau munu hvert og eitt skjóta, klippa og frumsýna stutta mynd sem lýsir þeirra persónulega stíl og eyddu vikunni í tökum. Leiðbeinendur með þeim eru Ágústa Margrét Jóhannesdóttir (UseLess) Linda Stefánsdóttir (The Fifth Estate).
Nemendur á 4.önn hófu SAM viku – þar sem þeim gefst tækifæri að vinna með öðrum nemendum að verkefnum sínum.
Nemendur á 1.önn sátu námskeið í leiktækni með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á Leik), leik og hreyfingu með Guðmundi Elíasi Knudsen og luku námskeið í námskeiði í raddtækni með Þóreyju Sigþórsdóttur (Agnes) með fyrstu kynningunni sinni. Nemendur á 2.önn sátu námskeið með öðrum nemendum á annarri önn, þar sem þau munu hvert og eitt skjóta, klippa og frumsýna stutta mynd sem lýsir þeirra persónulega stíl og eyddu vikunni í tökum. Leiðbeinendur með þeim eru Ágústa Margrét Jóhannesdóttir (UseLess) Linda Stefánsdóttir (The Fifth Estate).
Nemendur 3.annar sátu kúrs í leiktækni undir leiðsögn Hannes Óla Ágústssonar (Málmhaus) og leiklistarsögu með Rúnari Guðbrandssyni.
Nemendur á 4.önn luku námskeiði í gerð dansmyndbands undir leiðsögn Kolbrúnar Önnu Björnsdóttur (Svartir Englar) og Rut Hermannsdóttur og námskeiði í gerð “showreels” og æfingum í að fara í áheyrnarprufur.
Skólavikan endaði svo að venju með öllum ne,endum í kvikmyndasögu í Bíó Paradís.