Vel var mætt á fyrirlesturinn

Þann 23. febrúar fengum til okkar fyrirlesara, hana Valdísi Ösp Ívarsdóttur fíknifræðing sem hefur undanfarið verið með fyrirlestra og umræður í tengslum við #metoo byltinguna.  Inntak þessa fyrirlesturs var “Hvar mörkin liggja” á milli valdníðslu, áreitis og kynferðisofbeldis í samskiptum í kvikmyndaumhverfinu, í skólastarfi og í kvikmynda iðnaðinum. Við viljum gera kvikmyndir um öll málefni í samfélagi okkar og líka viðkvæm efni og þess vegna er mikilvægt að mörkin séu skýr hjá öllum innan kvikmyndageirans. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir hvert öðru, hvort sem um ræðir kennara, leikstjóra, leikara eða kvikmyndagerðarfólk og að virða mörkin í starfsumhverfi okkar svo traust sé til staðar.  Við viljum öruggt starfsumhverfi til framtíðar.

"Hvar liggja mörkin"

Mikilvægt er að minna á að innan skólans er viðbragðsteymi, sem tekur á eineltis-, ofbeldis- og áreittnis málum. Teymið skipa Hlín Jóhannesdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Hrafnkell Stefánsson og Inga Rut Sigurðardóttir og geta þau kallað til og vísað málum til óháðs sérfræðiaðila. Einnig er hægt að hafa samband við nemendafélagið um milligöngu, Öldu Rós Hafsteinsdóttir og Elfar Þór Guðbjartsson.

Mjög vel var mætt á fyrirlesturinn og mikilvæg mál rædd og skoðuð og við þökkum Valdísi kærlega fyrir

"Hvar liggja mörkin"