Verkefni tengd Kvikmyndaskóla Íslands til Haugesund

Nýlega greindi Klapptré frá því að níu íslensk kvikmyndaverkefni yrðu hluti af norsku Kvikmyndahátíðinni í Haugesund, sem fer fram 20.-26. ágúst.

Þrjú verkefni eru þar á meðal sem tengjast Kvikmyndaskóla Íslands sterkum böndum.

Fyrsta ber að nefna myndina Damned sem Þórður Pálsson, útskrifaður úr leikstýrði og skrifaði handrit að en einnig er þarna að finna myndina East by Elleven sem Hrafnkell Stefánsson deildarforseti Handrita/leikstjórnar vinnur að í samvinnu við Poppoli-teymið.

Þá ber að nefna að Pale Star, sem framleidd er af Birgittu Björnsdóttur sem kennir við Kvikmyndaskóla Íslands og Hlín Jóhannesdóttur fyrrum deildarstjóra við skólann, er á meðal verkefnanna í Haugasundi.