Við fengum dásamlega heimsókn frá Gabrielle Demers
Franska Kvikmyndahátíðin stendur yfir til 4. febrúar
Ung kanadísk kvikmyndakona, Gabrielle Demers, heimsótti skólann á þriðjudaginn til að eiga með okkur hádegis spjall í Siggasal. Demers er ein þriggja tilnefndra til Sólveigar Anspach verðlaunanna, en sigurvegari verður tilkynntur þann 1.febrúar í athöfn í Háskólabíói
Eitt af því sem eftirtektarvert er við mynd Gabrielle er það að allt starfslið við myndina var kvennfólk. Mynd hennar “Paupiére Mauve – Iris” hefur unnið til verðlauna á kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum. Við sýndum stuttmynd hennar áður en laggst var í skemmtilegar umræður eftir á og óhætt er að segja að við nutum dagsins
Hér má sjá trailer myndarinnar