Víðar Kári Ólafsson - Leiklist
Víðar Kári útskrifast frá Leiklist með mynd sína "Skrifstofan"
Skrifstofan
Starfsmaður á skrifstofu stórfyrirtækis er neyddur til þess að stelast í prentara samstarfsfólks síns og lendir í allskonar uppákomum á leiðinni sem reyna á sjálfstraust og getu hans.
Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?
Fyrsta minning mín af kvikmynd hlýtur að vera “Indiana Jones” serían.
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig aðallega við kvikmyndagerð eru flottu rammarnir sem er hægt að setja upp og skemmtunin sem kvikmyndir færa fólki víða um heim.
Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?
Að fá að gerast andlit skemmtilegra karaktera sem fólki finnst gaman að horfa á hvort sem ég væri “comic relief”, hetja eða illmenni er aðalástæða þess að ég valdi leiklist.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það kom ekki margt á óvart hafandi heyrt um skólann frá mömmu, en ef ég myndi segja eitthvað þá væri það djúpa leiklistarkennslan hans Rúnars.
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Ég er ekki alveg viss hvað framtíðin hefur ákveðið fyrir mig, en ég veit að ég mun reyna að koma mér sem mest fram og mæta í prufur þar til ég lendi loks í góðu hlutverki í góðri seríu eða fæ að leika í skaupinu.