Útskrift vetur 2021 - Vigfús Ólafsson, Leikstjórn og Framleiðsla
Vigfús Ólafsson mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu þann 18.desember næstkomandi með mynd sína "Krossgötur"
Það eru tímamót í lífi Ragga sem er á leið til útlanda. Raggi heyrir í gamla vini sínum Degi til að skutla sér út á flugvöll og endurupplifa gamlar minningar áður en leiðir þeirra skiljast, en vinasambandið er ekki það sama og það var.
Vigfús mun sýna myndina "Krossgötur" í aðdraganda útskriftar hans og fengum við að forvitnast eilítið um hann að því tilefni
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig við kvikmyndagerð er að þetta er skapandi list. Kvikmyndir, stuttmyndir, tónlistarmyndbönd eða auglýsingar, allt þetta myndform býður upp á algjört frelsi sem stoppar eiginlega bara á hugmyndaflæði höfundar. Það er svo mikið sem hægt er að gera, frá minnstu smáatriðum yfir í stærstu senur, hreyfimyndir bjóða upp á allt.
Hvers vegna valdir þú Leikstjórn og Framleiðslu?
Ég skráði mig í Leikstjórn og Framleiðslu til að eiga möguleika á því að læra að fá góða yfirsýn yfir verkefni, leikstjórnin er skapandi stjórnun og framleiðslan sér meira og minna um alla yfirsýn á verkefninu líka. En ég hef áhuga á öllum mögulegum störfum í gerð mynda, fyrir utan leiklistina, aðrir mega sjá um það.
Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Skapa tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og auglýsingar á mínum eigin vegum. Svo stekk ég kannski inn í verkefni hjá fyrrverandi samnemendum í tæknihlutverk ef mér býðst það.