Vinna að „Pilot“ verkefnum nemenda hafin

Nemendur í leikstjórn og framleiðslu og í skapandi tækni við Kvikmyndaskóla Íslands eru nú byrjaðir í tökum á þremur “pilot” verkefnum sem að þessu sinni eru unnin í samstarfi með RÚV en um er að ræða tilraunasamstarf fyrir Krakkarúv.

Handritadeild skólans skrifaði þrjú handrit að stuttum fjölskylduvænum sjónvarpsþáttum og hvert handrit sem ætlað er sem eftirlíking að upphafi  þáttaraðar og þjóni verkefnið því að endurspegla gerð “pilot-þáttar”. Nemendur eiga veg og vanda að handritsgerð, framleiðslu, leikstjórn og tæknivinnu undir leiðsögn fagfólks. Þannig féll það í hlut Hrafnkells Stefánssonar að aðstoðaða við handritsgerð, Róbert Douglas, Vera Sölvadóttir og Þorsteinn Gunnar Bjarnason leiðbeina leikstjórum, Birgitta Björnsdóttir og Arnar Benjamín Kristjánsson eru framleiðslukennararnir og Ásta Ríkharðsdóttir (leikmynd), Jonathan Devaney (kvikmyndataka) og Gunnar Árnason (hljóðupptökur) eru tækninemum til halds og trausts.

Á Facebooksíðu má finna myndalbúm með fleiri myndum frá tökunum undir “Pilot 2016”.

_W8A2903

_W8A2990

_W8A2910

_W8A3112

_W8A3115

YW8A3058

YW8A3068

YW8A3177